Sækja á Japansmarkað 31. ágúst 2005 00:01 „Það má líkja síðustu mánuðum við göngu upp bratta fjallshlíð. Það er fyrst núna sem svigrúm gefst til að staldra við og horfa yfir. Þá áttum við okkur líka betur á hvaða áfangar liggja að baki og hvað við eigum langt eftir,“ segir Óli Valur Steindórsson, 32 ára gamall forstjóri Atlantis, sem er ungt og alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Atlantis hefur vaxið hratt undanfarin tvö ár en starfsemin farið lágt hérlendis, sem þarf ekki endilega að koma á óvart þar sem aðeins lítill hluti starfseminnar fer hér fram. Fyrirtækið sérhæfir sig í lax- og túnfiskeldi og selur bæði eigin framleiðslu og annarra. Nú eru starfsstöðvar Atlantis sextán, bæði söluskrifstofur og framleiðslustöðvar, í fjórtán löndum. Túnfiskur er aðallega unninn í Króatíu og Mexíkó og umfangsmikið laxeldi fer fram í Chile. Einnig selur Atlantis Nílarkarfa frá Kenía til Japans, Frakklands, Bandaríkjanna og Ástralíu. Um 180 manns starfa á vegum samstæðunnar. VELTAN EYKST „Helsti flöskuháls í söluaukningu er aðgangur að fjármagni,“ segir Óli Valur, sem hefur leitt mótun samstæðunnar ásamt samstarfsmönnum sínum og meðeigendum. Tekjur þess hafa aukist hratt frá því að það var stofnað og námu um 7,6 milljörðum króna í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjurnar verði rúmir ellefu milljarðar á þessu ári og tæpir sextán milljarðar króna á því næsta miðað við gengi Bandaríkjadals í dag. Uppbygging fyrirtækisins hefur ekki alltaf verið þrautalaus að sögn Óla en hver áfangi hefur fleytt fyrirtækinu lengra fram á veginn. Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að Íslandsbanki hefði safnað 1,7 milljörðum króna fyrir Atlantis í hlutafé og breytanlegum skuldabréfum. Lán félagsins voru um leið endurfjármögnuð og styrkari fjárhagsstoðum skotið undir reksturinn. Nýju hluthafarnir voru handvaldir, segir forstjórinn, enda hafi áhugi og skilningur fjárfesta á starfseminni vaxið. Nú eru um tuttugu aðilar í hluthafahópnum. Óli Valur segir að hlutafjáraukningin gefi Atlantis slagkraft og tækifæri til að byggja starfsemina áfram upp. Liður í því er að halda áfram að tryggja félaginu hráefni til sölu á helstu mörkuðum þess með því að fjárfesta í uppbyggingu á þeirri starfsemi sem er fyrir hendi. Einnig verður horft til frekari fjárfestinga í eldisfyrirtækjum sem eru í traustum rekstri. LAXINN Í CHILE Stoðirnar í rekstri Atlantis eru vinnsla og sala á laxi og túnfiski. Japansmarkaður er mikilvægasti markaður fyrirtækisins, þar sem hátt verð fæst fyrir hágæðavöru. Óli Valur segir að ef menn spjari sig á þeim markaði komist þeir af á öðrum mörkuðum. Hans markmið hafi meðal annars verið að miðla af áralangri reynslu sinni af markaðsmálum í Japan til framleiðslueininganna og innleiða japanska gæðastjórnun. Mesti stækkunarmöguleiki fyrirtækisins er að sögn Óla Vals í Chile og víðar í Suður- Ameríku. Þar rekur Atlantis umfangsmikið eldi á laxi og urriða. Fyrirtækið hefur fengið tilskilin leyfi frá stjórnvöldum og segir forstjórinn eldið fara fram í fallegum firði við kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi. Mikið ferskvatn rennur í fjörðinn frá jöklum og á meðan seiðin eru lítil eru kvíarnar hafðar næst ströndinni þar sem seltan í sjónum er lítil. Þegar þau stækka er fiskurinn færður í saltan sjó í tveggja kílómetra fjarlægð. Óli Valur segir þetta hafa gefið góða raun. Nú séu um átta þúsund tonn af laxi og urriða í kvíum fyrirtækisins og stefnt sé að tuttugu þúsund tonna uppskeru á næstu vertíð. Laxinn og urriðinn er síðan seldur á Japansmarkað. Óli Valur segir markað með lax í heiminum vera um tvær milljónir tonna, þar af um fjögur hunduð þúsund tonn í Japan. Þetta sé vaxandi markaður og Atlantis hafi verið annar stærsti innflytjandinn í Japan á þessu ári fyrir laxaafurðir frá Chile. TÚNFISKUR FRÁ ÞREMUR HEIMSÁLFUM Óli Valur segir túnfiskeldið á vegum fyrirtækisins í raun ekki venjulegt eldi. Túnfiskurinn sé veiddur á hafi úti, settur lifandi í kvíar sem eru svo dregnar mörg hundruð mílur nær landi þar sem hann er alinn í hálft til eitt ár. Þá er honum slátrað samkvæmt ákveðnum kröfum til að viðhalda gæðunum. Óli segir túnfisktegundina sem þeir vinni kallast Bláuggi og talinn besti túnfiskurinn. Hann sé meðal annars notaður í sushi-rétti. Hver fiskur sé stór og geti verið jafn verðmætur og Benz-bifreið sé rétt að málum staðið. Eftir slátrun er kjötið djúpfryst í mínus sextíu gráður og sent til Japans. „Enginn markaður borgar nálægt því eins vel fyrir þessa afurð og sá japanski.“ Fyrr á þessu ári keypti Atlantis frystihús sem HB Grandi og Þormóður-Rammi létu reisa í Guaymas í Mexíkó. Verksmiðjan verður opnuð í september og mun vinna sardínu, sem notuð er sem fóður fyrir túnfiskeldið. Óli Valur segir að samhliða við þessa vinnslu sé rækja einnig unnin í frystihúsinu og seld til Bandaríkjanna. Atlantis á einnig í fyrirtæki sem vinnur túnfisk í Króatíu og er veiddur í Miðjarðarhafinu. Svipaðar aðferðir eru viðhafðar þar og í Mexikó, það er að fiskurinn er veiddur lifandi og alinn í kvíum í hálft til eitt ár áður en honum er slátrað. Þá er einnig túnfiskur fluttur til Japans frá Ástralíu á vegum fyrirtækisins. HJÓNABANDIÐ Í VIÐSKIPTUM Óli Valur segir markmið samstæðunnar að eiga framleiðslufyrirtækin hundrað prósent eins og í Mexíkó, Chile og Króatíu. Að minnsta kosti ráðandi hlut þannig að þau verði hluti af Atlantis-samstæðunni og veltunni. Þannig sé framboð á afurðum líka tryggt. „Það er ekkert vit í því fyrir okkur að fjárfesta í framleiðslu á afurð sem við erum ekki að selja fyrir og þekkjum ekki hreyfiafl markaðarins. Líkja má sölu og framleiðslu við hjónaband þar sem framleiðslan er kallinn og salan konan; þú kaupir ekki giftingarhring og ferð síðan að leita að konunni. Fyrst er að finna konuna og svo kaupir maður hring,“ útskýrir Óli Valur. Samkvæmt þessu hafa nokkuð margar trúlofanir verið innan Atlantis því einingum innan samstæðunnarhefur fjölgað hratt. Við yfirtöku á sölu og framleiðslueiningum hafa eigendur fengið hlutabréf í Atlantis. Þó stór hluti starfseminnar byggi á framleiðslu og sölu á túnfiski og laxi segir Óli þá vera nokkuð stóra í sölu Nílarkarfa frá Afríku, eins og áður sagði. Þá stunda þeir þorskeldi í litlum mæli í Noregi ásamt framleiðslu á hörpudiski. Einnig er fyrirtækið í samstarfi við vinnslu í Kína á hvítfiski, sem er ekki eins verðmætur og hinar tegundirnar. Samhliða þessu er sölu og dreifingarkerfi þeirra víðfeðmt sem nýtt er til að vinna ný lönd og nýja markaði. VILJA STÆKKA ENN MEIRA Áframhaldandi uppbygging mun felast í kaupum á framleiðslufyrirtækjum og öflugri markaðsstöðu á helstu mörkuðum Atlantis. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um að byggja frystivörugeymslu í Kína með frekari dreifingu afurða í Asíu. Í Chile er markmiðið að hoppa úr öðru sæti í það fyrsta sem helsti útflutningsaðili á laxi með um 25 prósenta markaðshlutdeild í Japan. Stækka á eldi túnfisks í Mexíkó ásamt framleiðslu á sardine í beitu og öðrum afurðum. Stefnt er að frekari markaðssókn í Bandaríkjunum og Japan og að styrkja stöðu félagsins í fiskeldi í Ástralíu. Aðspurður segir Óli Valur að eigendur fyrirtækisins stefni að því að Atlantis fari á markað í framtíðinni. Þeir vilji þó fara sér hægt á meðan verið er að byggja upp fyrirtækið með því starfsfólki sem nú er. Verið sé að fjölga starfsfólki hjá móðurfélaginu á Íslandi til að sinna auknum verkefnum, en hver eining sé svo rekin sjálfstæð. Styrkur félagsins liggi í hinum unga og kraftmikla hópi fólks sem haldi uppi framleiðslu og öflugu sölukerfi. „Síðan kemur hitt hægt og rólega ef guð lofar,“ segir hann hógvær. Trausti Hafliðason Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
„Það má líkja síðustu mánuðum við göngu upp bratta fjallshlíð. Það er fyrst núna sem svigrúm gefst til að staldra við og horfa yfir. Þá áttum við okkur líka betur á hvaða áfangar liggja að baki og hvað við eigum langt eftir,“ segir Óli Valur Steindórsson, 32 ára gamall forstjóri Atlantis, sem er ungt og alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Atlantis hefur vaxið hratt undanfarin tvö ár en starfsemin farið lágt hérlendis, sem þarf ekki endilega að koma á óvart þar sem aðeins lítill hluti starfseminnar fer hér fram. Fyrirtækið sérhæfir sig í lax- og túnfiskeldi og selur bæði eigin framleiðslu og annarra. Nú eru starfsstöðvar Atlantis sextán, bæði söluskrifstofur og framleiðslustöðvar, í fjórtán löndum. Túnfiskur er aðallega unninn í Króatíu og Mexíkó og umfangsmikið laxeldi fer fram í Chile. Einnig selur Atlantis Nílarkarfa frá Kenía til Japans, Frakklands, Bandaríkjanna og Ástralíu. Um 180 manns starfa á vegum samstæðunnar. VELTAN EYKST „Helsti flöskuháls í söluaukningu er aðgangur að fjármagni,“ segir Óli Valur, sem hefur leitt mótun samstæðunnar ásamt samstarfsmönnum sínum og meðeigendum. Tekjur þess hafa aukist hratt frá því að það var stofnað og námu um 7,6 milljörðum króna í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjurnar verði rúmir ellefu milljarðar á þessu ári og tæpir sextán milljarðar króna á því næsta miðað við gengi Bandaríkjadals í dag. Uppbygging fyrirtækisins hefur ekki alltaf verið þrautalaus að sögn Óla en hver áfangi hefur fleytt fyrirtækinu lengra fram á veginn. Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að Íslandsbanki hefði safnað 1,7 milljörðum króna fyrir Atlantis í hlutafé og breytanlegum skuldabréfum. Lán félagsins voru um leið endurfjármögnuð og styrkari fjárhagsstoðum skotið undir reksturinn. Nýju hluthafarnir voru handvaldir, segir forstjórinn, enda hafi áhugi og skilningur fjárfesta á starfseminni vaxið. Nú eru um tuttugu aðilar í hluthafahópnum. Óli Valur segir að hlutafjáraukningin gefi Atlantis slagkraft og tækifæri til að byggja starfsemina áfram upp. Liður í því er að halda áfram að tryggja félaginu hráefni til sölu á helstu mörkuðum þess með því að fjárfesta í uppbyggingu á þeirri starfsemi sem er fyrir hendi. Einnig verður horft til frekari fjárfestinga í eldisfyrirtækjum sem eru í traustum rekstri. LAXINN Í CHILE Stoðirnar í rekstri Atlantis eru vinnsla og sala á laxi og túnfiski. Japansmarkaður er mikilvægasti markaður fyrirtækisins, þar sem hátt verð fæst fyrir hágæðavöru. Óli Valur segir að ef menn spjari sig á þeim markaði komist þeir af á öðrum mörkuðum. Hans markmið hafi meðal annars verið að miðla af áralangri reynslu sinni af markaðsmálum í Japan til framleiðslueininganna og innleiða japanska gæðastjórnun. Mesti stækkunarmöguleiki fyrirtækisins er að sögn Óla Vals í Chile og víðar í Suður- Ameríku. Þar rekur Atlantis umfangsmikið eldi á laxi og urriða. Fyrirtækið hefur fengið tilskilin leyfi frá stjórnvöldum og segir forstjórinn eldið fara fram í fallegum firði við kjöraðstæður frá náttúrunnar hendi. Mikið ferskvatn rennur í fjörðinn frá jöklum og á meðan seiðin eru lítil eru kvíarnar hafðar næst ströndinni þar sem seltan í sjónum er lítil. Þegar þau stækka er fiskurinn færður í saltan sjó í tveggja kílómetra fjarlægð. Óli Valur segir þetta hafa gefið góða raun. Nú séu um átta þúsund tonn af laxi og urriða í kvíum fyrirtækisins og stefnt sé að tuttugu þúsund tonna uppskeru á næstu vertíð. Laxinn og urriðinn er síðan seldur á Japansmarkað. Óli Valur segir markað með lax í heiminum vera um tvær milljónir tonna, þar af um fjögur hunduð þúsund tonn í Japan. Þetta sé vaxandi markaður og Atlantis hafi verið annar stærsti innflytjandinn í Japan á þessu ári fyrir laxaafurðir frá Chile. TÚNFISKUR FRÁ ÞREMUR HEIMSÁLFUM Óli Valur segir túnfiskeldið á vegum fyrirtækisins í raun ekki venjulegt eldi. Túnfiskurinn sé veiddur á hafi úti, settur lifandi í kvíar sem eru svo dregnar mörg hundruð mílur nær landi þar sem hann er alinn í hálft til eitt ár. Þá er honum slátrað samkvæmt ákveðnum kröfum til að viðhalda gæðunum. Óli segir túnfisktegundina sem þeir vinni kallast Bláuggi og talinn besti túnfiskurinn. Hann sé meðal annars notaður í sushi-rétti. Hver fiskur sé stór og geti verið jafn verðmætur og Benz-bifreið sé rétt að málum staðið. Eftir slátrun er kjötið djúpfryst í mínus sextíu gráður og sent til Japans. „Enginn markaður borgar nálægt því eins vel fyrir þessa afurð og sá japanski.“ Fyrr á þessu ári keypti Atlantis frystihús sem HB Grandi og Þormóður-Rammi létu reisa í Guaymas í Mexíkó. Verksmiðjan verður opnuð í september og mun vinna sardínu, sem notuð er sem fóður fyrir túnfiskeldið. Óli Valur segir að samhliða við þessa vinnslu sé rækja einnig unnin í frystihúsinu og seld til Bandaríkjanna. Atlantis á einnig í fyrirtæki sem vinnur túnfisk í Króatíu og er veiddur í Miðjarðarhafinu. Svipaðar aðferðir eru viðhafðar þar og í Mexikó, það er að fiskurinn er veiddur lifandi og alinn í kvíum í hálft til eitt ár áður en honum er slátrað. Þá er einnig túnfiskur fluttur til Japans frá Ástralíu á vegum fyrirtækisins. HJÓNABANDIÐ Í VIÐSKIPTUM Óli Valur segir markmið samstæðunnar að eiga framleiðslufyrirtækin hundrað prósent eins og í Mexíkó, Chile og Króatíu. Að minnsta kosti ráðandi hlut þannig að þau verði hluti af Atlantis-samstæðunni og veltunni. Þannig sé framboð á afurðum líka tryggt. „Það er ekkert vit í því fyrir okkur að fjárfesta í framleiðslu á afurð sem við erum ekki að selja fyrir og þekkjum ekki hreyfiafl markaðarins. Líkja má sölu og framleiðslu við hjónaband þar sem framleiðslan er kallinn og salan konan; þú kaupir ekki giftingarhring og ferð síðan að leita að konunni. Fyrst er að finna konuna og svo kaupir maður hring,“ útskýrir Óli Valur. Samkvæmt þessu hafa nokkuð margar trúlofanir verið innan Atlantis því einingum innan samstæðunnarhefur fjölgað hratt. Við yfirtöku á sölu og framleiðslueiningum hafa eigendur fengið hlutabréf í Atlantis. Þó stór hluti starfseminnar byggi á framleiðslu og sölu á túnfiski og laxi segir Óli þá vera nokkuð stóra í sölu Nílarkarfa frá Afríku, eins og áður sagði. Þá stunda þeir þorskeldi í litlum mæli í Noregi ásamt framleiðslu á hörpudiski. Einnig er fyrirtækið í samstarfi við vinnslu í Kína á hvítfiski, sem er ekki eins verðmætur og hinar tegundirnar. Samhliða þessu er sölu og dreifingarkerfi þeirra víðfeðmt sem nýtt er til að vinna ný lönd og nýja markaði. VILJA STÆKKA ENN MEIRA Áframhaldandi uppbygging mun felast í kaupum á framleiðslufyrirtækjum og öflugri markaðsstöðu á helstu mörkuðum Atlantis. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu um að byggja frystivörugeymslu í Kína með frekari dreifingu afurða í Asíu. Í Chile er markmiðið að hoppa úr öðru sæti í það fyrsta sem helsti útflutningsaðili á laxi með um 25 prósenta markaðshlutdeild í Japan. Stækka á eldi túnfisks í Mexíkó ásamt framleiðslu á sardine í beitu og öðrum afurðum. Stefnt er að frekari markaðssókn í Bandaríkjunum og Japan og að styrkja stöðu félagsins í fiskeldi í Ástralíu. Aðspurður segir Óli Valur að eigendur fyrirtækisins stefni að því að Atlantis fari á markað í framtíðinni. Þeir vilji þó fara sér hægt á meðan verið er að byggja upp fyrirtækið með því starfsfólki sem nú er. Verið sé að fjölga starfsfólki hjá móðurfélaginu á Íslandi til að sinna auknum verkefnum, en hver eining sé svo rekin sjálfstæð. Styrkur félagsins liggi í hinum unga og kraftmikla hópi fólks sem haldi uppi framleiðslu og öflugu sölukerfi. „Síðan kemur hitt hægt og rólega ef guð lofar,“ segir hann hógvær.
Trausti Hafliðason Undir smásjánni Úttekt Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira