Bílar og stórir hlutir lækka lítið 30. ágúst 2005 00:01 Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra. ASÍ segir að þrátt fyrir sterka stöðu krónunnar hafi verð á innlendum vörum lækkað um tæp fjögur prósent en verð á innfluttum vörum aðeins um rúmt eitt og hálft prósent. Sterk króna hafi því ekki skilað sér til neytenda eins og hún ætti að hafa gert. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að varanlegar neysluvörur eins og bílar og varahlutir og húsgögn og heimilisbúnaður hafi ekki fylgt gengisþróuninni eftir. Þær hafi ýmist staðið í stað eða lækkað mjög lítið. Ástæðan er einföld að mati Hennýjar. Þetta séu vöruflokkar sem ekki eigi í beinni samkeppni við erlenda verslun og erfiðara sé fyrir fólk að bera saman verð milli landa eða flytja vörurnar með sér. Þar af leiðandi sé minni hvati fyrir verslun að lækka þessa flokka en aðra. Henný segir þó matvörur og raftæki hafa lækkað eða fylgt gengisþróun. Matvöruverð hafi bæði lækkað vegna sterkrar stöðu krónunnar og harðrar samkeppni innanlands. Sama eigi við um raftæki. Þá segir Henný verðlag á fötum og skóm hafa staðið í stað en það hafi fatnaður einnig gert þegar krónan var veik. Hvað framhaldið varðar segist Henný búast við að þegar krónan byrjar að veikjast hækki innfluttar vörur almennt á ný. Talsmaður neytenda segir stöðuna almennt góða. Sterk staða krónunnar hafi að miklu leyti skilað sér til neytenda, ólíkt því sem ASÍ heldur fram. Aðspurður um bíómiðann, sem staðið hefur í 800 krónum í langan tíma þrátt fyrir lækkandi dal, segist hann hins vegar ekki hafa skoðað það en kannski sé þó ástæða til þess. Andrés Magnússon, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir könnun ASÍ ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Verð hafi lækkað mjög á flestum sviðum á undanförnum árum. Hann viðurkennir þó að fyrirferðameiri hlutir eins og bílar hafi ekki fylgt gengisþróun. Andrés bendir þó á að markaðsaðstæður í bílainnflutningi séu með þeim hætti að það hafi aldrei verið eins mikil eftirspurn eftir bílum. Bifreiðaumboðin anni alls ekki eftirspurn og því telji hann markaðsaðstæður fyrst og fremst ráða því að verð á bílum hafi ekki lækkað til jafns við aðra vöru. Hvað húsbúnað og heimilisvörur varðar getur Andrés þó ekki svarað fyrir. Hann segist ekki hafa haft aðstöðu til að kanna hvað liggi þar að baki.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira