Viðskipti erlent

Ryanair vill inn á Noregsmarkað

Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair vill komast inn á norskan innanlandsflugmarkað. Í Vegvísi Landsbankans segir að framkvæmdastjóri Ryanair í Evrópu, Sidean Finn, telji innanlandsflugmarkaðinn í Noregi vera stóran - Noregur sé langt land, og margir þurfi að komast fljótt og ódýrt á milli suðurhlutans og norðurhlutans. Fyrst þurfi félagið vitanlega að opna starfsstöðvar í Noregi og svo sé lykilatriði að gera samninga við flugvelli. Takist ekki að semja um ódýran aðgang að flugvöllum víðs vegar í Noregi muni áformin renna út í sandinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×