Saklaust fórnarlamb drykkjuláta Þórarinn Þórarinsson skrifar 27. ágúst 2005 00:01 Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarnótt í Reykjavík er búinn að festa sig í sessi sem árviss stórviðburður. Með hverju árinu sem líður leggja fleiri leið sína í miðbæ Reykjavíkur og taka þátt í alls kyns uppákomum og viðburðum sem hafa orðið fleiri, fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem menningarnóttunum hefur farið fjölgandi. Menningarnótt var upphaflega ætlað að laða fólk til miðborgarinnar, glæða hana lífi og sýna svo ekki verði um villst að menning í víðustu skilgreiningu þess orð blómstri í borginni. Þessu takmarki hefur verið náð fyrir löngu síðan en það þarf ekki að þýða að hlutverki Menningarnætur sé lokið. Áhuginn sem henni er sýndur ár hvert tekur af öll tvímæli um það að Menningarnótt er eitthvað sem við virðumst flest geta sammælst um að eigi rétt á sér. Og það sem meira er; fjöldinn vill halda menningarnótt hátíðlega. Það skýtur því óneitanlega skökku við að borgaryfirvöld blása nú til krísufunda og ræða hvort leggja skuli Menningarnótt niður eða færa hana yfir á sunnudag. Miðborgarprestur grætur inni í sér yfir þessu öllu saman og virðist helst vilja breyta Menningarnótt í sunnudagskaffiboð með pönnukökum og þeyttum rjóma. Allar þessar móðursýkislegu vangaveltur eru sprottnar upp úr hefðbundnu íslensku hópfylliríi sem skall á miðborginni með sama fallþunga og rigningin sem hófst um það leyti sem skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk með flugeldasýningu. Maður var stunginn og ofbeldi og drykkjulæti keyrðu fram úr hófi þannig að lögreglan átti í mesta basli með að hafa stjórn á ósköpunum. Þar á bæ voru menn svo gáttaðir á þessu öllu saman að þeir vildu skrifa skrílslætin á fullt tungl. Menningarnótt stendur frá því á hádegi á laugardegi þar til laust fyrir miðnætti. Óvenjuleg nótt en að sama skapi skemmtileg. Það er því ekki við öðru að búast en að múgur og margmenni séu í miðbænum fram eftir kvöldi. Þegar flugeldasýningunni lýkur hverfa flestir heim en þeir sem ætluðu sér alltaf að drekka sig fulla, slást og gera allt vitlaust í bænum halda áfram. Þetta lið hefði mætt í bæinn vopnað og útúrdrukkið og dópað óháð því hvort Menningarnótt hafi staðið yfir fyrr um daginn eður ei. Það er því galið að ætla að láta hefðbundin skrílslæti í aðeins stærri skammti skemma það frábæra framtak sem Menningarnóttin er. Það er næstum því jafn galið og sú kenning að fyllibytturnar í miðbænum séu varúlfar holdi klæddir sem sturlast á fullu tungli. Vopnaður, sauðrukkinn og útúrdópaður skríll getur verið til vandræða allar nætur ársins, óháð menningarástandi og tunglstöðu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun