Niður með Noreg, upp með markaðinn 24. ágúst 2005 00:01 Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri! Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri!
Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira