Halo færir sig upp á silfurtjaldið 24. ágúst 2005 00:01 Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála. Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála.
Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira