Breytir einhverju hvort greitt sé 22. ágúst 2005 00:01 Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun