Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju 14. ágúst 2005 00:01 Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira
Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Sjá meira