Innlent

Greiði tíu milljónir vegna árásar

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu tæplega 10 milljóna króna í miskabætur fyrir að hafa ráðist ásamt félaga sínum á mann um tvítugt fyrir utan veitingastaðinn Subway í Austurstræti árið 1998. Hin seki sló manninn þá með kreptum hnefa í andlitið með þeim afleiðinugm að hann féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í gagnstétt. Hann lá meðvitundarlaus í jörðinni uns hann var fluttur á sjúkrahús. Þar gekkst hann undir aðgerð og þótti heppinn að hafa sloppið frá atvikinu lifandi enda með brákaða höfuðkúpu auk annarra meðsla. Varanlegt örorkumat þess sem fyrir högginu varð var metið 75% eftir árásina. Var hin seki því dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu tæplega 10 milljónir króna í miskabætur auk en sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, alls tæplega 2 milljónir króna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×