Leikum aftarlega gegn Mainz 11. ágúst 2005 00:01 Kristján Guðmundsson þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur segir að hann ætli að láta lið sitt spila varnarbolta gegn þýska liðinu Mainz í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða en liðin mætast í Þýskalandi í kvöld. Þýska liðið lenti í 11. sæti í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili en fékk Evrópusæti út á háttvísismat UEFA. Þeir töpuðu naumlega fyrir Köln, 1-0 í fyrstu umferð Bundesligunnar um sl.helgi. "Þeir spila öðruvísi bolta en við erum vanir að mæta, agressívan bolta. Þeirra leikstíll er 4-3-2-1 með mikilli hápressu og bakverðirnir eru dulegir að koma upp til sóknar. Það er ekki nein svokölluð stjarna í þessu liði en þetta lið er sterk heild. Ef ég á að nefna einhverja sérstaka ógn í Mainz þá hafa þeir verið að tala mikið um brasilíska miðjumanninn Antonio da Silva. Hann teiknar marga góða bolta á framherjana og er mikið í að fiska aukaspyrnur." sagði Kristján m.a. í viðtali í "Fótboltavikunni" á Talstöðinni á þriðjudaginn. Kristján sagði einnig að Keflvíkingar, sem eru hvað þekktastir fyrir skæðan sóknarleik í íslenska boltanum, ætli að fara varlega í kvöld og spila aftarlega. "Við ætlum að vera aftarlega og reyna að pirra þá með þéttri vörn. Þá verða þeir vonandi taugaóstyrkir." sagði Kristján. Íslenskir knattspyrnuunnendur geta séð leikinn á Ölver og Players á höfuðborgarsvæðinu og á veitingastaðnum Traffic í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma. Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Kristján Guðmundsson þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur segir að hann ætli að láta lið sitt spila varnarbolta gegn þýska liðinu Mainz í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða en liðin mætast í Þýskalandi í kvöld. Þýska liðið lenti í 11. sæti í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili en fékk Evrópusæti út á háttvísismat UEFA. Þeir töpuðu naumlega fyrir Köln, 1-0 í fyrstu umferð Bundesligunnar um sl.helgi. "Þeir spila öðruvísi bolta en við erum vanir að mæta, agressívan bolta. Þeirra leikstíll er 4-3-2-1 með mikilli hápressu og bakverðirnir eru dulegir að koma upp til sóknar. Það er ekki nein svokölluð stjarna í þessu liði en þetta lið er sterk heild. Ef ég á að nefna einhverja sérstaka ógn í Mainz þá hafa þeir verið að tala mikið um brasilíska miðjumanninn Antonio da Silva. Hann teiknar marga góða bolta á framherjana og er mikið í að fiska aukaspyrnur." sagði Kristján m.a. í viðtali í "Fótboltavikunni" á Talstöðinni á þriðjudaginn. Kristján sagði einnig að Keflvíkingar, sem eru hvað þekktastir fyrir skæðan sóknarleik í íslenska boltanum, ætli að fara varlega í kvöld og spila aftarlega. "Við ætlum að vera aftarlega og reyna að pirra þá með þéttri vörn. Þá verða þeir vonandi taugaóstyrkir." sagði Kristján. Íslenskir knattspyrnuunnendur geta séð leikinn á Ölver og Players á höfuðborgarsvæðinu og á veitingastaðnum Traffic í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.
Íslenski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira