Hátæknisjúkrahús, víst! 11. ágúst 2005 00:01 Sæll Egill Svar til Brynjars Jóhannssonar - kemst ekki fyrir á automatískum svarara á netinu...svo ég sendi þér það bara. Bréfið - Að fjárfesta í spítala væri fyrirtaks aðgerð af hálfu hins opinbera. Skrif hér á síðunni benda til nokkurs skilningsleysis á hvernig heilbrigðiskerfið fúnkerar og sérstaklega spítalar. Höfundur ætti að kynna sér málið áður hann rasar meira út. Það er rétt er að tæki sjúkrahússins eru ekki kolaknúin - en ný tæki kosta gríðarfjármuni. Og endurnýja þarf tæki og búnað reglulega. Til að mynda kostar nýtt segulómtæki yfir eitthundrað milljónir - sem er mun meira en ýmis góðgerðarsamstök hafa úr að ráða og gefa. Það er því ljóst að ef framfarir eiga að vera á LSH þurfa fjármunir að renna frá ríkinu. Já og góður tækjabúnaður getur skipt sköpum þegar fólk er veikt. Ekki veit ég hvaða mælistiku höfundur bregður á íslenska heilbrigðiskerfið og metur það sem "nokkuð gott". Það sem höfundur hefur í dag - "nokkuð gott" heilbrigðiskerfi kostar mikla peninga. Gott og jafnvel frábært heilbrigðiskerfi kostar enn meira og það er mín skoðun Íslendingar hafa alveg efni á að verja fjármunum sínum í þennan málaflokk - mun heldur en fleiri fokdýr jarðgöng sem tengja eiga saman fámennar byggðir. LSH hefur staðið sig bærilega síðustu misseri - kostnaður við rekstur hans hefur ekki aukist síðastliðin 5 ár. Innlögnum sem og aðgerðum fjölgað - legudögum fækkað. Hagræðing af sameiningu virðist vera að skila sér (þetta eru upplýsingar öllum opnar - ekki bara mín skoðun). Að eiga háskólasjúkrahús er Íslendingum afar mikilvægt. Slíkt er Íslendingum til sóma og er drifkraftur vísindamanna í að gera en betur en nú er gert - íslenskir vísindamenn birta fleiri greinar (per capita) en kollegar í nágrannalöndum. Og slíkt er sjúklingum ganglegt. Vísindi er það sem knýr áfram framfarir í læknisfræðum. Mikið af þessu starfi fer fram á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Höfundur greinarkornsins að ofan getur verið stoltur af því. Margur er knár þótt hann sé smár. Ef fáranlegt er að íslendingar eigi háskólasjúkrahús þá er enn fáranlegra að land norður í Ballarhafi - sem einungis telur 300 þúsund hræður - eigi amk 8 háskóla, eigi einn fullkomnasta veiðiflota veraldar og sé eitt af ríkustu löndum í heimi. Og það breytir ekki því að Íslendingar sem verða veikir vilja fá sama stig þjónustu og árangur og fólk í Lundi og Chicago...þó svo að við búum í Ballarhafi. Hátæknisjúkrahús...ég get ekki beðið að vinna á slíkum stað. Kannski á höfundur að ofan eftir að þakka fyrir slíkt verði hann einhvern tíma lasinn. kv. Ragnar Ingvarsson læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill Svar til Brynjars Jóhannssonar - kemst ekki fyrir á automatískum svarara á netinu...svo ég sendi þér það bara. Bréfið - Að fjárfesta í spítala væri fyrirtaks aðgerð af hálfu hins opinbera. Skrif hér á síðunni benda til nokkurs skilningsleysis á hvernig heilbrigðiskerfið fúnkerar og sérstaklega spítalar. Höfundur ætti að kynna sér málið áður hann rasar meira út. Það er rétt er að tæki sjúkrahússins eru ekki kolaknúin - en ný tæki kosta gríðarfjármuni. Og endurnýja þarf tæki og búnað reglulega. Til að mynda kostar nýtt segulómtæki yfir eitthundrað milljónir - sem er mun meira en ýmis góðgerðarsamstök hafa úr að ráða og gefa. Það er því ljóst að ef framfarir eiga að vera á LSH þurfa fjármunir að renna frá ríkinu. Já og góður tækjabúnaður getur skipt sköpum þegar fólk er veikt. Ekki veit ég hvaða mælistiku höfundur bregður á íslenska heilbrigðiskerfið og metur það sem "nokkuð gott". Það sem höfundur hefur í dag - "nokkuð gott" heilbrigðiskerfi kostar mikla peninga. Gott og jafnvel frábært heilbrigðiskerfi kostar enn meira og það er mín skoðun Íslendingar hafa alveg efni á að verja fjármunum sínum í þennan málaflokk - mun heldur en fleiri fokdýr jarðgöng sem tengja eiga saman fámennar byggðir. LSH hefur staðið sig bærilega síðustu misseri - kostnaður við rekstur hans hefur ekki aukist síðastliðin 5 ár. Innlögnum sem og aðgerðum fjölgað - legudögum fækkað. Hagræðing af sameiningu virðist vera að skila sér (þetta eru upplýsingar öllum opnar - ekki bara mín skoðun). Að eiga háskólasjúkrahús er Íslendingum afar mikilvægt. Slíkt er Íslendingum til sóma og er drifkraftur vísindamanna í að gera en betur en nú er gert - íslenskir vísindamenn birta fleiri greinar (per capita) en kollegar í nágrannalöndum. Og slíkt er sjúklingum ganglegt. Vísindi er það sem knýr áfram framfarir í læknisfræðum. Mikið af þessu starfi fer fram á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Höfundur greinarkornsins að ofan getur verið stoltur af því. Margur er knár þótt hann sé smár. Ef fáranlegt er að íslendingar eigi háskólasjúkrahús þá er enn fáranlegra að land norður í Ballarhafi - sem einungis telur 300 þúsund hræður - eigi amk 8 háskóla, eigi einn fullkomnasta veiðiflota veraldar og sé eitt af ríkustu löndum í heimi. Og það breytir ekki því að Íslendingar sem verða veikir vilja fá sama stig þjónustu og árangur og fólk í Lundi og Chicago...þó svo að við búum í Ballarhafi. Hátæknisjúkrahús...ég get ekki beðið að vinna á slíkum stað. Kannski á höfundur að ofan eftir að þakka fyrir slíkt verði hann einhvern tíma lasinn. kv. Ragnar Ingvarsson læknir
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun