Sport

Jörundur búinn að tilkynna hópinn

Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi og Svíþjóð í undankeppni HM.  Hvít-Rússar leika hér á landi 21. ágúst en íslenska liðið heldur síðan til Svíþjóðar og leikur við heimamenn á Nobelstadion í Karlskoga 28. ágúst. Gríðarleg reynsla er í íslenska liðinu sem ætti að nýtast vel í leikjunum tveimur. Jörundur Áki stýrir nú liðinu í fyrstu mótsleikjum sínum síðan hann tók aftur við liðinu, en hann var við stjórnvölinn í 10 leikjum á árunum 2001-2003. Gegn Hvít-Rússum mun Ásthildur Helgadóttir leika sinn fyrsta mótsleik fyrir Ísland síðan í september 2003, í 3-2 sigri gegn Pólverjum í undankeppni EM í Bydgoszcz, en hún meiddist í vináttuleik gegn Skotum í mars árið á eftir. Markverðir     Þóra B. Helgadóttir - Breiðablik María B. Ágústsdóttir - KR Aðrir leikmenn     Ásthildur Helgadóttir (F) - Malmö FF Erla Hendriksdóttir - Skovlunde IF Katrín Jónsdóttir - Amazon Grimstad Guðlaug Jónsdóttir - Breiðablik Edda Garðarsdóttir - Breiðablik Guðrún Sóley Gunnarsdóttir - KR Laufey Ólafsdóttir - Valur Margrét Lára Viðarsdóttir - Valur Hólmfríður Magnúsdóttir - ÍBV Dóra Stefánsdóttir - Valur Dóra María Lárusdóttir - Valur Erna B Sigurðardóttir - Breiðablik Ásta Árnadóttir - Valur Erla Steina Arnardóttir - Mallbackens Elín Anna Steinarsdóttir - ÍBV Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Breiðablik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×