Sport

Margrét Lára með þrennu fyrir Val

Valur vann Keflavík í Landsbankadeild kvenna í gærkvöldi 4-1. Valsstúlkur tylltu sér með sigrinum á topp deildarinnar með 27 stig, jafnmörg og Breiðablik sem reyndar á tvo leiki til góða og getur því endurheimt 6 stiga forskot sitt. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val í gær en Dóra Stefánsdóttir eitt mark. Mark Keflavíkur skoraði Vesna Smilkovic.  Þrír leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld. Kl. 18:00 Breiðablik - ÍBV á Kópavogsvelli 19:00 FH - KR í Kaplakrika 19:00 ÍA - Stjarnan á Akranesi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×