Ekki hátæknisjúkrahús! 2. ágúst 2005 00:01 Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Tillögurnar sem lúta að því hvernig við eigum að verja þeim fjármunum sem fást fyrir Símann eru vægast sagt misgóðar. Sú tillaga að nota eigi hluta fjármunanna til þess að byggja hátæknisjúkrahús eru brjálæðisleg að mínu mati. Meginástæðan er sú að heilbrigðiskerfið er botnlaus peningahít. Það sýnir reynslan. Og hvað eru menn nákvæmlega að meina með þessu? Þetta er nú ekki eins og tækjakostur spítalanna sé kolaknúinn í dag? Allskyns góðgerðarfélög og sjálfstæð samtök eyða tugmilljónum árlega í tækjakaup fyrir Barnaspítala og hvaðeina og fjáraustur ríkisvaldsins í kerfið hefur stóraukist undanfarin ár. Heilbrigðiskerfið er því heilt á litið nokkuð gott og þeir vankantar sem eru á því í dag (fá vistunarrými fyrir geðfatlaða, aldraða ofl.) verður ekki lagað með byggingu eitthvers hátæknisjúkrahúss frá grunni. Mesta hræsnin í þessu er svo sú að ekki væri verið að tala um þessa hluti ef Davíð Oddsson hefði ekki veikst persónulega, þurft að dvelja á sjúkrahúsi og í kjölfarið talið þetta góða hugmynd. Hugmyndir eiga ekki að vera kýldar áfram á slíkum forsendum frá háttsettum stjórnmálamönnum. Jú, kannski í Turkmenistan eða Norður- Kóreu, en ekki á Íslandi. Milljarðarnir myndu gjörsamlega hverfa í þessari hít ef af yrði. Hefðbundnar opinberar framkvæmdir sem ávallt fara langt yfir áætlanir myndu vera hlægilegar í samanburði við þetta kostnaðarskrímsli. Sjáið t.a.m. sameiningu Landsspítalans og Borgarspítalans hér um árið. Í millitíðinni var eitthvað stofnað fyrst sem heitir Sjúkrahús Reykjavíkur og lifði það í eitthvert korter. Átti að vera til hagræðingar. Það þótti síðan ekki nógu hagkvæmt og því allt klabbið sameinað. Hafa menn skoðað kostnaðartölurnar í kringum það og alla hagræðinguna sem þar átti að vera? Þær tölur eru ekki fallegar. Mesta djókið af öllu var svo þetta viðskeyti "Háskólasjúkrahús" til þess að toppa flottræfilsháttinn. Við búum í Reykjavík, höfuðborg lands sem telur 300 þúsund hræður. Við búum ekki í Lundi eða Chicago. Ég held að fólk átti sig á því að læknanemar við HÍ hljóti ekki sína starfsþjálfun á bensínstöðvum eða í Bónus. Slík þjálfun fer væntanlega fram á Landsspítalanum! Ætlun yfirvalda til setja meiri "rannsóknarháskólastimpil" á báknið með þessu bullviðskeyti var ávallt aumkunarverð afsökun. Þetta er bara gamaldags snobb. En hátæknisjúkrahús... úff...ég fæ hroll!! Með þökk fyrir lesturinn og góðan vef Kv. Brynjar Jóhannson
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar