Draumurinn að spila í úrvalsdeild 20. júlí 2005 00:01 Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun. Þetta er fjórða enska félagið sem Brynjar Björn leikur með en hann hefur áður verið á mála hjá Stoke City, Nottingham Forest og vitaskuld Watford þar sem hann, ásamt Heiðari Helgusyni, var með betri mönnum liðsins á síðustu leiktíð. Heiðar Helguson var seldur til Fulham í úrvalsdeildinni og nú Brynjar Björn og þó svo að hann sé enn í 1. deildinni hefur hann ekki gefið úrvalsdeildardrauminn upp á bátinn. "Það er auðvitað draumur minn eins og allra annarra að spila í úrvalsdeildinni. Þar hef ég aldrei fengið að spreyta mig en það væri gaman að fá tækifæri til þess," sagði Brynjar Björn í gær. "Ég verð þrítugur í október næstkomandi og þetta eiga að vera bestu ár mín sem knattspyrnumanns," bætir hann við. Reading er sterkt félag og þó nokkuð stærra en Watford en lið félagsins átti góðan séns á úrvalsdeildarsæti í vetur en lauk keppni í 7. sæti, einu sæti frá því sæti sem veitir þátttökurétt í umspilskeppnini um síðasta lausa sæti úrvalsdeildarinnar. Brynjar Björn segist vissulega hafa verið smeykur við að söðla um í enn eina skiptið en að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig og hann sé nú spenntur fyrir nýjum ferli hjá nýju félagi. Hann vonast þó til að þurfa ekki að flytja búsóð sína. "Þetta er um klukkutíma akstur frá okkur og ég ætla að sjá til hvernig gengur að keyra þessa leið -- alla vega til að byrja með. Okkur líður vel þar sem við erum og ég var alls ekki að leitast eftir því að skipta um félag. Ég átti enn eitt ár eftir hjá samningi mínum og ef þeir hefðu boðið mér framlengingu á honum hefði ég eflaust tekið því." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Watford samþykkti í vikunni tilboð Reading í landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson og mun hann af öllum líkindum ganga formlega frá samningum í dag eða á morgun. Þetta er fjórða enska félagið sem Brynjar Björn leikur með en hann hefur áður verið á mála hjá Stoke City, Nottingham Forest og vitaskuld Watford þar sem hann, ásamt Heiðari Helgusyni, var með betri mönnum liðsins á síðustu leiktíð. Heiðar Helguson var seldur til Fulham í úrvalsdeildinni og nú Brynjar Björn og þó svo að hann sé enn í 1. deildinni hefur hann ekki gefið úrvalsdeildardrauminn upp á bátinn. "Það er auðvitað draumur minn eins og allra annarra að spila í úrvalsdeildinni. Þar hef ég aldrei fengið að spreyta mig en það væri gaman að fá tækifæri til þess," sagði Brynjar Björn í gær. "Ég verð þrítugur í október næstkomandi og þetta eiga að vera bestu ár mín sem knattspyrnumanns," bætir hann við. Reading er sterkt félag og þó nokkuð stærra en Watford en lið félagsins átti góðan séns á úrvalsdeildarsæti í vetur en lauk keppni í 7. sæti, einu sæti frá því sæti sem veitir þátttökurétt í umspilskeppnini um síðasta lausa sæti úrvalsdeildarinnar. Brynjar Björn segist vissulega hafa verið smeykur við að söðla um í enn eina skiptið en að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig og hann sé nú spenntur fyrir nýjum ferli hjá nýju félagi. Hann vonast þó til að þurfa ekki að flytja búsóð sína. "Þetta er um klukkutíma akstur frá okkur og ég ætla að sjá til hvernig gengur að keyra þessa leið -- alla vega til að byrja með. Okkur líður vel þar sem við erum og ég var alls ekki að leitast eftir því að skipta um félag. Ég átti enn eitt ár eftir hjá samningi mínum og ef þeir hefðu boðið mér framlengingu á honum hefði ég eflaust tekið því."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira