Er R-listinn Samfylkingar 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson varpaði sprengju inn í stjórnmálaumræðuna þegar hann ljáði orðs á því að Samfylkingin byði einn flokka fram Reykjavíkurlista, ásamt óháðum frambjóðendum, ef ekki semdist um áframhaldandi samstarf Framsóknarflokks, Vinstrihreyfingarinnar - græns Framboðs og Samfylkingar um kosningabandalag í borgarstjórnarkosningum. "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista."Heimskuleg yfirlýsing Svona mælti Össur í viðtali við Fréttablaðið sem birtist síðasta sunnudag. Viðbrögð fólks úr hinum flokkunum voru hörð þegar þau hafa birst. Þannig fór Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri-grænna í borginni, ekki í grafgötur með álit sitt á orðum Össurar þegar viðhorf hans voru könnuð í Fréttablaðinu á mánudag. "Mér finnst yfirlýsing Össurar í raun vera heimskuleg, það er í mínum huga ljóst að það verður ekkert sem heitir R-listi nema að honum standi flokkarnir sem stóðu að honum síðast." Þó Framsóknarmenn hafi ekki gert mikið af því að svara orðum Össurar opinberlega (Alfreð Þorsteinsson hefur til að merkja ekkert viljað tjá sig efnislega um þau þrátt fyrir að verða seint þekktur fyrir spara orð sín þegar sá gállinn er á honum), þrátt fyrir þetta má lesa nokkra gremju úr röðum Framsóknarmanna á vefnum Hrifla.is þó þar sé ekki minnst einu orði á Össur og hugmynd hans. Þar er hins vegar vefkönnun þar sem spurt er hversu marga borgarfulltrúa Samfylkingin fengi færi hún ein fram, valmöguleikarnir eru tveir, annars vegar einn borgarfulltrúi, hins vegar enginn. Falsaðar vörumerkingar Ögmundur Jónasson var heldur ekki hrifinn af orðum Össurar eins og lesa mátti á vef hans síðasta sunnudag. "Í Fréttablaðinu í dag er viðtal við Össur Skarphéðinsson alþingismann Samfylkingarinnar sem nú fer mikinn í fjölmiðlum. Hann vill að Samfylkingin bjóði fram undir heiti R-listans hvort sem aðrir flokkar verði með eður ei! Óháðir mega vera með segir Össur. Vissulega er það sjónarmið að Samfylkingin bjóði fram ein og sér, en þá á hún að gera það undir réttum formerkjum. Annað eru falsaðar vörumerkingar og viðfangsefni fyrir "Jóhannes neytanda" að skoða. Það sem verra er að Samfylkingarmenn sem tala á þennan veg sýna samstarfsmönnum sínum, hvort sem er í borgarstjórn eða annars staðar ekki mikla virðingu með svona tali. ... Formúla Össurar Skarphéðinssonar eins og hún birtist í fjölmiðlum þessa dagana gengur út á að halda merkimiðunum óbreyttum, jafnvel þótt innihaldið verði allt annað en það er nú. Væri þetta réttlátt gagnvart kjósendum? Í Vinstrihreyfingunni grænu framboði höfum við farið mjúkum höndum um Samfylkinguna um nokkurt skeið. En svo má brýna deigt járn að bíti." Það má því vera ljóst af þessu að eldi og brennisteini myndi rigna yfir Samfylkinguna gerði hún tilraun til að markaðssetja sig sem Reykjavíkurlista án samstarfs við hvort tveggja Framsóknarflokkinn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. (Reyndar hefur verið bent á að ekki sé hægt að nota nafn Reykjavíkurlistans nema með samþykki allra þeirra sem að honum standa í dag.) Reynslan af Nýjum vettvangi Svo má auðvitað geta þess að R-listi eins flokks og fylgifiska hefur verið reyndur áður, þó undir öðru nafni hafi verið. Nýr vettvangur varð til eftir að vinstrimenn í Reykjavík náðu ekki saman um sameiginlegt framboð fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þá kviknaði hugmyndin í viðræðum manna úr Alþýðuflokknum og Borgaraflokknum, tveimur flokkum sem gerðu sér ekki ýkja miklar vonir um að ná miklum árangri í borgarstjórnarkosningum færu þeir fram einir. Þeim mistókst að fá aðra flokka til liðs við framboðið en Alþýðuflokkur ásamt fólki úr Alþýðubandalaginu og víðar buðu fram Nýjan vettvang. Árangurinn varð ekki í samræmi við væntingar. Framboðið náði einungis tveimur einstaklingum inn í borgarstjórn (Ólínu Þorvarðardóttir sem var óháð en gekk síðar til liðs við Alþýðuflokkinn og Kristínu Ólafsdóttur sem kom úr Alþýðubandalaginu). Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar sinn stærsta sigur í sögunni og fékk tíu af fimmtán borgarfulltrúum í síðustu borgarstjórnarkosningunum undir forystu Davíðs Oddssonar. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun