Stefán Jón gegn Steinunni? 13. júlí 2005 00:01 Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kúvending á málflutningi viðræðunefndar Samfylkingarinnar eftir fund með ráðamönnum í flokknum olli því að sátt náðist á fundi R-lista flokkanna í gær. Náist sátt um áframhaldandi samstarf stefnir í baráttu núverandi borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein um borgarstjórastólinn. Fyrir fundinn í gær var mikil kergja í framsóknarmönnum og Vinstri grænum og þó að menn vildu lítið tjá sig var ljóst að öll spjót stóðu á Samfylkingunni. Eitthvað gerðist, því að fundi loknum voru öll dýrin í skóginum aftur orðnir vinir. Það kom því nokkuð spánskt fyrir sjónir að afrakstur fundarins var orðaður svona: „Undanfarnar vikur hafa farið fram gagnlegar viðræður milli flokkanna þriggja sem mynda Reykjavíkurlistann. Ákveðinn vendipunktur varð á fundinum í dag þegar ákveðið var að vísa þeim tillögum og hugmyndum sem fram hafa komið í nánari útfærslu og vinnuferli. Fulltrúar í viðræðunefndinni munu nú skipta með sér verkum og vænta þess að ná farsælli niðurstöðu sem síðan verði kynnt borgarbúum.“ Þessi yfirlýsing var það sem eftir stóð og enginn úr viðræðunefndinni hefur gefið kost á viðtali síðan fundinum lauk. Það liggur þó fyrir að eitthvað meira hefur gerst en í yfirlýsingunni felst og framsóknarmenn orða það þannig að algjör kúvending hafi orðið á málflutningi Samfylkingarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fólst útspil Samfylkingarinnar ekki í nýjum tillögum um fjölda borgarfulltrúa og enn hefur engin niðurstaða náðst um þau mál. Viðræðunefnd Samfylkingarinnar átti fund með borgarstjóra, formanni flokksins og efsta manni á lista í Reykjavík fyrir fundinn í gær og þar voru línurnar lagðar. Haft var samband við nokkra borgarfulltrúa R-listans í dag en þeir vildu ekki tjá sig frekar en fólk í viðræðunefndinni. Heimildarmenn fréttastofu innan R-listans segja að náist samkomulag um áframhaldandi samstarf muni það alltaf fela í sér að Samfylkingin fái borgarstjórastólinn. Opið prófkjör fari fram þar sem baráttan verður á milli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, núverandi borgarstjóra, og Stefáns Jóns Hafstein. Þá er jafnvel talið líklegt að Dagur Eggertsson gangi í Samfylkinguna og taki slaginn. Þegar hann var spurður um þann möguleika í dag sagðist hann ekki geta svarað því, enda væri það ótímabært. Oddvitar flokkanna í viðræðunefndinni munu halda áfram að funda um framtíð R-listans næstu vikurnar.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira