Þögnin um Fjármálaeftirlitið rofin 6. júlí 2005 00:01 Forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt frá fyrsta júlí síðastliðinn að greina frá niðurstöðum athugana sem þeir framkvæma. Þangað til höfðu mjög strangar reglur gilt um upplýsingagjöf eftirlitsins og starfsmönnum þess í raun óheimilt að tjá sig um starf stofnunarinnar nema í undantekningartilvikum. Má því raun segja að hingað til hafi almenningur lítið vitað hvað þessi stofnun, sem sögð er gegna mikilvægu hlutverki, hafi verið að gera. Ekkert hefur verið upplýst um störf hennar nema ríkir hagsmunir almennings hafi krafist þess. Á Alþingi í vor var lögum um verðbréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjafar Fjármálaeftirlitsins rýmkuð verulega. Samkvæmt lögunum er eftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherjaupplýsinga, upplýsingum varðandi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja. Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breytingarnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerðir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niðurstöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir markaðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli. Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hagsmuni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeftirlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma. Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhagslegur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun. Athygli vekur að Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa þessar upplýsingar en er það ekki skylt. Nokkur umræða fór fram á Alþingi, þegar frumvarpið var til umræðu, hvort ekki ætti að skylda stofnunina til að gefa þessar upplýsingar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartillögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga. Ljóst er að fjárfestar og almennir hluthafar taka þessari breytingu almennt vel. Mikilvægt er fyrir þá að fá sem bestar upplýsingar um starfsemi fyrirtækja og gerðir stjórnenda. Sé ekki farið að settum reglum er þýðingarmikið að það sé upplýst. Óljósara er hvernig stjórnendur skráðra fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja, taka þessu. Oft geta verið um viðkvæm mál að ræða sem þola illa dagsins ljós. Þó er tekið fram að upplýsingar sem varða fjárhagslegan styrk fyrirtækja verða ekki birtar. Þróunin í þessa átt má samt ekki leiða til þess að keppni skapist milli stjórnenda eftirlitsstofnana um sviðsljós fjölmiðla. Bent er á að slík þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Þögn Fjármálaeftirlitsins hafi skapað traust milli stofnunarinnar og fyrirtækja. Hins vegar bendir ekkert til að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi. Menn eru sammála um að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og fara sér hægt á meðan þetta nýja fyrirkomulag þróist. Þegar á allt er litið má segja að þessi breyting sé til góða fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þögnin í kringum starfsemi Fjármálaeftirlitsins var orðin óþægileg og veikti stofnunina í augum almennings. Eðlilegt er að starfsemi eftirlitsins sé gagnsæ svo fólk hafi sem bestar upplýsingar sem skilar sér í betri framkvæmd fjármálamarkaða.Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt frá fyrsta júlí síðastliðinn að greina frá niðurstöðum athugana sem þeir framkvæma. Þangað til höfðu mjög strangar reglur gilt um upplýsingagjöf eftirlitsins og starfsmönnum þess í raun óheimilt að tjá sig um starf stofnunarinnar nema í undantekningartilvikum. Má því raun segja að hingað til hafi almenningur lítið vitað hvað þessi stofnun, sem sögð er gegna mikilvægu hlutverki, hafi verið að gera. Ekkert hefur verið upplýst um störf hennar nema ríkir hagsmunir almennings hafi krafist þess. Á Alþingi í vor var lögum um verðbréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjafar Fjármálaeftirlitsins rýmkuð verulega. Samkvæmt lögunum er eftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherjaupplýsinga, upplýsingum varðandi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja. Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breytingarnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerðir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niðurstöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir markaðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli. Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hagsmuni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeftirlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma. Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhagslegur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun. Athygli vekur að Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að gefa þessar upplýsingar en er það ekki skylt. Nokkur umræða fór fram á Alþingi, þegar frumvarpið var til umræðu, hvort ekki ætti að skylda stofnunina til að gefa þessar upplýsingar. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverrisdóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartillögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga. Ljóst er að fjárfestar og almennir hluthafar taka þessari breytingu almennt vel. Mikilvægt er fyrir þá að fá sem bestar upplýsingar um starfsemi fyrirtækja og gerðir stjórnenda. Sé ekki farið að settum reglum er þýðingarmikið að það sé upplýst. Óljósara er hvernig stjórnendur skráðra fyrirtækja, sérstaklega fjármálafyrirtækja, taka þessu. Oft geta verið um viðkvæm mál að ræða sem þola illa dagsins ljós. Þó er tekið fram að upplýsingar sem varða fjárhagslegan styrk fyrirtækja verða ekki birtar. Þróunin í þessa átt má samt ekki leiða til þess að keppni skapist milli stjórnenda eftirlitsstofnana um sviðsljós fjölmiðla. Bent er á að slík þróun hafi átt sér stað í Bandaríkjunum. Þögn Fjármálaeftirlitsins hafi skapað traust milli stofnunarinnar og fyrirtækja. Hins vegar bendir ekkert til að sama þróun muni eiga sér stað hér á landi. Menn eru sammála um að stíga varlega til jarðar í þessum efnum og fara sér hægt á meðan þetta nýja fyrirkomulag þróist. Þegar á allt er litið má segja að þessi breyting sé til góða fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þögnin í kringum starfsemi Fjármálaeftirlitsins var orðin óþægileg og veikti stofnunina í augum almennings. Eðlilegt er að starfsemi eftirlitsins sé gagnsæ svo fólk hafi sem bestar upplýsingar sem skilar sér í betri framkvæmd fjármálamarkaða.Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun