Partý, stuð og sviti í ræktinni 6. júlí 2005 00:01 Body Jam er skemmtilegt æfingakerfi úr Les Mills æfingakerfinu. Um er að ræða hressilega danstíma þar sem skemmtunin skiptir í raun meira máli en hreyfingin en allir ná þó að svitna rækilega. Tíminn byggir á fjölbreytilegum danssporum sem eru stigin við tónlist úr öllum áttum. Hipp hopp, salsa, fönk og djass svo fátt eitt sé nefnt. Í vor var haldið námskeið hér á landi á vegum Les Mills og þangað mættu kennarar frá ýmsum líkamsrækarstöðvum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri var ein þeirra og hún var fyrst til að byrja að kenna Body Jam á Íslandi "Við byrjuðum að kenna þetta í maí og svo fylgdi Hress í Hafnarfirði í kjölfarið," segir Aðalbjörg. Sem stendur eru þetta einu líkamsræktarstöðvarnar sem bjóða upp á Body Jam tíma en Aðalbjörg býst fastlega við því að fleiri bætist í hópinn. "Þetta er bara partý, stuð og sviti og ég held að það hafi einmitt vantað eitthvað slíkt." Aðalbjörg segir að sporin séu ekki sérlega flókin og menn séu fljótir að komast inn í þetta. "Hvert lag hefur sína rútínu og í byrjun lagsins er byrjað á auðveldum sporum. Þau verða flóknari eftir því sem líður á lagið en ef maður treystir sér ekki til að gera þau getur maður bara haldið áfram í grunnsporinu." Meðan verið er að kynna Body Jam á Bjargi er boðið upp á fría tíma. Aðalbjörg segir að fólk hafi verið duglegt við að nýta sér það. "Sú elsta var 77 ára. Svo hafa strákarnir líka verið duglegir við að mæta og enginn þeirra hefur gefist upp," segir Aðalbjörg. Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri líkamsrækarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, tekur í sama streng. "Body Jam er gjörsamlega búið að slá í gegn hjá okkur. Við héldum kynningartíma í Björkinni og þangað mættu 110 manns. Það kom verulega á óvart enda er sumarið ekki beinlínis líflegasti tíminn í líkamsræktarstöðvunum. Þessir tímar eru ofboðslega vinsælir, það er alltaf fullt og fólk þarf að skrá sig til að fá að vera með," segir Linda en Body Jam er á stundatöflunni í Hress þrjá daga í viku. Linda segir að alls konar fólk mæti í tímana. Í byrjun hafi fastagestir stöðvarinnar fjölmennt en nú sé nýtt fólk komið inn. Til dæmis gamlir dansarar. "Þetta er alveg nýtt og dálítið ólíkt öðrum tímum. Þarna eru engir pallar og engin tæki heldur bara þú á gólfinu og frábær tónlist. Það má eiginlega líta á þetta þannig að kennarinn sé að bjóða til sín í partý," segir Linda og bætir því við að partýið endi á algjörri endorfínvímu. Heilsa Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Body Jam er skemmtilegt æfingakerfi úr Les Mills æfingakerfinu. Um er að ræða hressilega danstíma þar sem skemmtunin skiptir í raun meira máli en hreyfingin en allir ná þó að svitna rækilega. Tíminn byggir á fjölbreytilegum danssporum sem eru stigin við tónlist úr öllum áttum. Hipp hopp, salsa, fönk og djass svo fátt eitt sé nefnt. Í vor var haldið námskeið hér á landi á vegum Les Mills og þangað mættu kennarar frá ýmsum líkamsrækarstöðvum. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Bjargi á Akureyri var ein þeirra og hún var fyrst til að byrja að kenna Body Jam á Íslandi "Við byrjuðum að kenna þetta í maí og svo fylgdi Hress í Hafnarfirði í kjölfarið," segir Aðalbjörg. Sem stendur eru þetta einu líkamsræktarstöðvarnar sem bjóða upp á Body Jam tíma en Aðalbjörg býst fastlega við því að fleiri bætist í hópinn. "Þetta er bara partý, stuð og sviti og ég held að það hafi einmitt vantað eitthvað slíkt." Aðalbjörg segir að sporin séu ekki sérlega flókin og menn séu fljótir að komast inn í þetta. "Hvert lag hefur sína rútínu og í byrjun lagsins er byrjað á auðveldum sporum. Þau verða flóknari eftir því sem líður á lagið en ef maður treystir sér ekki til að gera þau getur maður bara haldið áfram í grunnsporinu." Meðan verið er að kynna Body Jam á Bjargi er boðið upp á fría tíma. Aðalbjörg segir að fólk hafi verið duglegt við að nýta sér það. "Sú elsta var 77 ára. Svo hafa strákarnir líka verið duglegir við að mæta og enginn þeirra hefur gefist upp," segir Aðalbjörg. Linda Hilmarsdóttir, framkvæmdarstjóri líkamsrækarstöðvarinnar Hress í Hafnarfirði, tekur í sama streng. "Body Jam er gjörsamlega búið að slá í gegn hjá okkur. Við héldum kynningartíma í Björkinni og þangað mættu 110 manns. Það kom verulega á óvart enda er sumarið ekki beinlínis líflegasti tíminn í líkamsræktarstöðvunum. Þessir tímar eru ofboðslega vinsælir, það er alltaf fullt og fólk þarf að skrá sig til að fá að vera með," segir Linda en Body Jam er á stundatöflunni í Hress þrjá daga í viku. Linda segir að alls konar fólk mæti í tímana. Í byrjun hafi fastagestir stöðvarinnar fjölmennt en nú sé nýtt fólk komið inn. Til dæmis gamlir dansarar. "Þetta er alveg nýtt og dálítið ólíkt öðrum tímum. Þarna eru engir pallar og engin tæki heldur bara þú á gólfinu og frábær tónlist. Það má eiginlega líta á þetta þannig að kennarinn sé að bjóða til sín í partý," segir Linda og bætir því við að partýið endi á algjörri endorfínvímu.
Heilsa Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira