Óljóst hverjir seldu hlut sinn 29. júní 2005 00:01 Enn er óljóst hverjir seldu hluti í Íslandsbanka í gær og hvort viðskiptin breyta valdahlutföllum í stjórn bankans. Eins og við greindum frá í gær skiptu bréf upp á níu og hálfan milljarð um hendur í gær, sem jafngildir 5,3 prósentum af heildarhlutafé bankans. Morgunblaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Hannes Smárason stjórnarformaður FL Group, eða Flugleiða, hafi keypt bréfin. Skarphéðin Berg Steinarsson sem fer fyrir fjárfestingum Buugs á Íslandi vildi þó hvorki staðfesta né vísa þeirri fullyrðingu á bug. Karl Wernersson sem á rösklega 12 prósent í bankanum sagðist í morgoun ekki hafa selt neitt í gær. Spurður um hugsanlegt eignarhaldsfélag með Jóni Ásgeiri og Hannesi, til að mynda kjölfestufjárfesti í Íslandsbanka, sagði hann að það væri ekki á döfinni þessa stundina. Viðskiptin voru með þeim hætti að ekki þurfti að tilkynna þau í Kauphöllinni en veruleg viðskipti geta átt sér stað án þess að það þurfi, því mörkin eru fimm milljarðar, ef viðkomandi er ekki í stjórn bankans og hefur ekki átt umtalsverðan hlut í honum fyrir. Talsmaður Íslandsbanka segir bankann sjálfan hafa selt hluta eigin bréfa í gær, en að öðru leyti einungis miðlað bréfum fyrir þriðja aðila. Hörð og allt að því blóðug barátta hefur staðið yfir um völdin í Íslandsbanka en ekki er vitað hvort þessi viðskipti í gær breyti nokkru þar um. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira
Enn er óljóst hverjir seldu hluti í Íslandsbanka í gær og hvort viðskiptin breyta valdahlutföllum í stjórn bankans. Eins og við greindum frá í gær skiptu bréf upp á níu og hálfan milljarð um hendur í gær, sem jafngildir 5,3 prósentum af heildarhlutafé bankans. Morgunblaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Hannes Smárason stjórnarformaður FL Group, eða Flugleiða, hafi keypt bréfin. Skarphéðin Berg Steinarsson sem fer fyrir fjárfestingum Buugs á Íslandi vildi þó hvorki staðfesta né vísa þeirri fullyrðingu á bug. Karl Wernersson sem á rösklega 12 prósent í bankanum sagðist í morgoun ekki hafa selt neitt í gær. Spurður um hugsanlegt eignarhaldsfélag með Jóni Ásgeiri og Hannesi, til að mynda kjölfestufjárfesti í Íslandsbanka, sagði hann að það væri ekki á döfinni þessa stundina. Viðskiptin voru með þeim hætti að ekki þurfti að tilkynna þau í Kauphöllinni en veruleg viðskipti geta átt sér stað án þess að það þurfi, því mörkin eru fimm milljarðar, ef viðkomandi er ekki í stjórn bankans og hefur ekki átt umtalsverðan hlut í honum fyrir. Talsmaður Íslandsbanka segir bankann sjálfan hafa selt hluta eigin bréfa í gær, en að öðru leyti einungis miðlað bréfum fyrir þriðja aðila. Hörð og allt að því blóðug barátta hefur staðið yfir um völdin í Íslandsbanka en ekki er vitað hvort þessi viðskipti í gær breyti nokkru þar um.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Sjá meira