Hátt í 200 teknir fyrir hraðakstur 19. júní 2005 00:01 Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Á annað hundrað manns hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur um þessa miklu ferðahelgi. Sektirnar geta numið tugþúsundum. Íslendingar ættu að læra að flýta sér hægt í umferðinni, hvort sem ferðinni er heitið í vinnuna eða út á land. Um sjötíu manns voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Akureyri um helgina og ók einn þeirra innanbæjar á 127 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Á fimmta tug manna var tekinn í nálægð við Blönduós, 18 manns voru teknir á Reykjanesbrautinni og svona mætti áfram telja. Þegar Lögreglan í Reykjavík var innt eftir upplýsingum fengust þau svör að þetta væri ekki nægilega mikilvægt mál til að eyða tíma í að taka saman. Fyrir átta árum var punktakerfið tekið upp. Ef ökumaður fær tólf punkta á þremur árum missir hann ökuréttindi sín í þrjá mánuði. Ef ökumaður ekur 51 kílómetra á klukkustund eða meira yfir hámarkshraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund, má hann gera ráð fyrir 70 þúsund krónum í sekt, fjórum punktum og sviptingu ökuréttinda í allt að þrjá mánuði. Aki hann 30 kílómetra á klukkustund yfir hámarkshraða þar sem hámarkshraði er 90 nemur sektin 20 þúsund krónum og einn punktur bætist í safnið. Hafi hann svo öryggisbeltið ekki spennt og tali í GSM-símann í leiðinni bætast tíu þúsund krónur við sektina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira