Ógnvænlegt ástand vegna offitu 16. júní 2005 00:01 ;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira