Sport

Liverpool fær að vita á föstudag

Það skýrist á föstudaginn hvort Liverpool fær tækifæri til að verja Evrópumeistaratitil sinn í knattspyrnu á næsta tímabili. UEFA vill leysa málið áður en til fundar framkvæmdanefndar sambandsins kemur í Manchester þann 17. júní og munu 13 af 14 nefndarmeðlima halda símafund á morgun fimmtudag. Stjórnarmaður enska knattspyrnusambandsins sem situr í framkvæmdanefnd UEFA, Geoff Thompson er ekki gjaldgengur í atkvæðagreiðslunni. Talsverð óeining ríkir meðal nefndarmanna í málinu og lýsir það sér best á því hversu langan tíma það hefur tekið að fá niðurstöðu í málið. Lennart Johansson forseti UEFA er mikill stuðningsmaður þess að Liverpool fái að vera með í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Hann sagði í viðtali á útvarpsstöð BBC síðdegis í dag að hann reiknað fastlega með því að nefndin myndi komast að samkomulagi. Eggert Magnússon er semm kunnugt er einn 14 meðlima framkvæmdarnefndar UEFA. Fari svo að Liverpool fái undanþáguna er ljóst að breyta þarf leikjafyrirkomulagi keppninnar að einhverju ráði. Líklegt er að Liverpool muni þá koma beint inn í 1. umferð forkeppninnar. Unnið er hörðum höndum að því að leita leiða til að leggja fram og til atkvæðagreiðslu. Verði Liverpool með í MEistaradeildinni á næsta tímabili þýddi það að liðið þyrfti að hverfa á brott úr leikferðalagi sínu til Asíu sem er félaginu talsverð fjáröflun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×