Viðskipti innlent

Hallinn 12% af landsframleiðslu

Viðskiptahallinn í ár mun ná því að verða 12% af landsframleiðslu samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka en í gær birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuðinn á síðasta ári og reyndist hann vera neikvæður um þrjátíu og einn milljarð króna samanborið við þrettán milljarða árið áður. Reynist greiningardeildin sannspá með viðskiptahallann mun hann reynast mikill bæði sögulega séð og á alþjóðlega vísu. Í gær ákvað bankastjórn Seðlabankans líka að hækka stýrivexti um fimmtíu punkta, eða meira en gert hafði verið ráð fyrir á markaði. Það þýðir að gera megi ráð fyrir að krónan muni styrkjast enn frekar í næstu viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×