E3 sýningin í Los Angeles 3. júní 2005 00:01 E3 sýningin í ár var einhver sú glæsilegasta í sögunni og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill fjöldi af nýjum leikjatölvum, hálfberum kvenmönnum og flottum leikjum. En á sýninguna voru samankomin meira en 70.000 tölvunördar, jakkaföt og skutlur frá 79 löndum til að berja dýrðina augum. Alls voru á sýningunni meira en 5000 vörur, en 20% af þeim voru á sýningunni í fyrsta skipti og 80% af þessum vörum munu koma út á þessu ári. Það sem bar hæst á þessari sýningu var án nokkurs vafa tilkynningar um næstu kynslóð leikjatölva, en risarnir þrír; Microsoft, Sony Computer og Nintendo blésu í alla tiltæka lúðra og kynntu vélarnar á þann hátt sem þeir kunna best. Fyrstu flugeldunum skaut Microsoft á loft á MTV sjónvarpsstöðinni, en þar var sérstakur þáttur tileinkaður nýju Xbox vélinni eða Xbox 360. Hér er á ferðinni lítil og nett vél með ofurkraft undir húddinu, en vélin skartar 3.2 GHz IBM PowerPC örgjörva, ATI grafíkkort, og fjölrása “surround” hljóð. Allir stýripinnar vélarinnar eru þráðlausir og hægt er að spila leikina á háupplausnar sjónvörpum. Vélin er klár í þráðlaust net og henni fylgir 20 GB harður diskur sem hægt er að renna af og ferðast með. Þar fyrir utan er hægt að breyta útliti vélarinnar eins og eigendur hennar vilja og mun Microsoft og önnur fyrirtæki bjóða uppá mismunandi útlit sem hægt er að skreyta vélina með. En Xbox 360 sprengjan var varla sprungin þegar Sony Computer fyrirtækið steig á stokk, 2 dögum fyrir E3 sýninguna og tilkynntu um PlayStation 3, nýjastu vél fyrirtækisins og arftaka PlayStation 2 vélarinnar sem er mest selda leikjavélin í heiminum í dag. Sjálfur Ken Kutaragi, faðir PlayStation, steig á sviðið og kynnti vélina sem “Super computer for computer entertainment”. Vélin mun styðja fjölda margmiðlunarmöguleika, á borð við video spjall, internet aðgang, skoðun og vistun stafrænna ljósmynda, stafræna tónlistar- og myndvinnslu. Hægt verður að spila PlayStation 1 og PlayStation 2 leiki á PS3, en vélin styður allt að 7 þráðlausa stýripinna sem tengjast með “bluetooth” tækninni, en vélin keyrir á hinum margum talaða Cell örgjörva og birtir grafíkina með nýjustu grafíktækni NVIDIA. Samkvæmt talsmönnum Sony segja þeir vélina vera tvöfalt öflugri en Xbox 360, en það er mikið deilt um þau ummæli og ljóst að báðar vélarnar hafa sína kosti og galla. Hægt verður að tengja PSP vélina við PS3 og nota hana sem einskonar fjarstýringu, ásamt því að hægt verður að bera efni á milli vélanna. Til að sýna getu vélarinnar var sýnt úr nokkrum væntanlegum leikjum á borð við Killzone, Getaway, Unreal Tournament 2007 og Formula One. Seinna sama dag varpaði svo Nintendo síðustu sprengjunni en þeir eru með tvær vélar í farvatninu, annarsvegar Nintendo Revolution og hinsvegar nýja útgáfu af Gameboy Advance sem heitir Micro, enda einstaklega nett og fer vel í vasa. Samkvæmt talsmönnum Nintendo á Revolution tölvan að valda byltingu í hvernig leikmenn spila tölvuleiki. Vélin er mjög nett og er á stærð við ca. 3 DVD hulstur staflað upp, sem geriri Revolution að minnstu leikjavél frá Nintendo hingað til. Hægt verður að spila Gamecube leiki í vélinni, en Revolution er sögð vera fjórum sinni öflugri en Gamecube. Og þá af stóra sviðinu inná sýninguna þar sem leikjafyrirtækin börðust um athygli gesta með ýmsum hætti og var oftar en ekki beitt þeirri aðferð að hafa léttklæddar stúlkur til að tæla inn dáleidd tölvunördin, og það virkar vel. Sannkallað gullaldar móment fyrir femínista...En sýningin fór fram í Los Angeles Convention Center sem samanstendur af fjórum stórum sýningarsvæðum. Stærstir á sýningunni þetta árið meðal leikjafyrirtækjanna voru Electronic Arts en þeir skarta einstaklega glæsilegri útgáfu þetta árið og eru þar fremstir í flokki Godfather leikurinn sem lítur sérstaklega vel út, enda skartar röddum og andlitum flestra aðalleikaranna úr myndunum, á hæla hans koma leikir á borð við James Bond From Russia with Love, en þar fer enginn annar en Sean Connery með aðalhlutverkið, Black sem er nýr skotleikur frá höfundum Burnout leikjanna og verð ég að segja að sá leikur er einhver flottasti skotleikur sem ég hef séð fyrir PlayStation 2. Need for Speed Most Wanted lítur vel út og þá sérstaklega á Xbox 360, en Electronic Arts lagði mikla áherslu að sýna leiki sína á boxinu, og stóð þar EA Sports línan uppúr, en það er vart hægt að lýsa grafíkinni í þessum leikjum á Xbox 360. Annað stórt frá EA þetta árið er Burnout Revenge, Battlefield 2 og nýi Harry Potter leikurinn. En á næsta ári kemur einnig nýr leikur frá Will Wright (höfundi Sims leikjanna), en hann heitir Spore og þróar maður líf allt frá því að vera fruma yfir í að verða alráður yfir fleiri plánetum.. Í næsta nágrenni við EA var Vivendi Universal með nokkra öfluga leiki, en þeir gerðu þó sínu mest úr 50 Cent leiknum sem er væntanlegur í haust og á að vera mjög brutal og öflugur, en öll tónlist leiksins er gerð eftir 50 Cent og 20% af henni er frumsamin. Annar brutal leikur var Scarface leikurinn sem skartar Al Pacino í aðalhlutverki, leikurinn var sýndur bakvið luktar dyr, en eftir fortölur komumst við inn og sáum dýrðina. Lúkkar nokkuð vel og verður án efa ágætis GTA klón. Flottasti leikurinn var þó án nokkurs vafa F.E.A.R., sem er fyrstu persónu skotleikur með hryllingssöguþræði, eflaust einn af leikjum ársins þegar hann kemur út í haust. Einnig dustuðu VU rykið af StarCraft Ghost sem að hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar en virðist vera að nálgast endapunkt, World of Warcraft var sýndur og nýr Crash Bandicoot leikur sem lýtur vel út, enda gerður af Radical Entertainment, en þeir gerðu meðal annars Simpsons Hit & Run leikinn..Nýr Hulk mætir einnig í haust, og er sá leikur byggður meira á teiknimyndablöðunum, öfugt við síðast Hulk leik, en hann var byggður á samnefndri kvikmynd sem var vægast sagt ömurleg.. Skammt undan var Activision með bás og þar var ýmsilegt um dýrðir, en helstu leikir þeirra eru The Movies þar sem snillingurinn Peter Molyneux tekur fyrir kvikmyndaverin og framleiðslu kvikmynda. Hér þurfa leikmenn að velja leikara, stýra söguþræði, byggja upp settin og kvikmyndaverin, örugglega góð skemmtun frá þessum meistara uppbyggingaleikjanna. Tony Hawk mætir í nýjum leik sem reyndar var aðeins sýndur bakvið luktar dyr, en hann á að bjóða uppá spilun án loading tíma og margt fleira...Quake IV lúkkaði ótrúlega vel og hefur verið tilkynnt að hann komi bæði út á PC og Xbox 360..Aðrir leikir voru True Crime 2, Ultimate Spiderman, X-Men Legends 2 og nýr Shrek leikur ásamt Call of Duty 2 sem er að koma út fyrir PC og leikjatölvurnar... Eitt svalasta fyrirtækið í bransanum, Rockstar Games, var auðvitað á staðnum, nema hvað þeir voru búnir að leggja nokkrum rútum inná sýningarsvæðinu og girtu þær af mið rammgerðum girðingum. Þar voru þeir að sýna leikina Bully, Grand Theft Auto Liberty City Stories á PSP og Warriors...Allt útúrsvalir leikir sem eiga eflaust eftir að slá í gegn, en einnig er orðrómur um að Rockstar sé búið að sækja um einkaleyfi á nafninu GTA Sin City og ætli sér að koma Sin City borginni inní sinn næsta Grand Theft Auto leik... Því næst var okkur boðið að detta inní LucasArts básinn sem að er yfirleitt lokaður af, en mikil leynd hvílir oftar en ekki yfir leikjum þeirra. Að þessu sinni var þar að sjá Star Wars Battlefront 2 sem er framhaldið af mest selda Star Wars leik allra tíma, en sá leikur mun einnig koma út á PSP, tilkynnt var um nýjan Indiana Jones leik á næstu kynslóð leikjatölva og svo mátti sjá mjög flottan rauntíma hernaðarleik í fullri þrívídd sem heitir Empire at War.. THQ fyrirtækið, sem er eitt mest vaxandi fyrirtækið í dag kom einnig sterkt inn með Svamp Sveinsson og félögum, en helsta stöffið þeirra er nýr Full Spectrum Warrior leikur, Company of Heroes sem er rauntíma hernaðarleikur sem gerist í Seinni Heimsstyrjöldinni...Maðurinn með keðjusagar hendina eða Ash úr Evil Dead dettur inní nýjum leik sem lúkkar ókei, en flottasti leikurinn var að mínu mati Destroy All Humans, þar sem leikmenn fara í hlutverk geimveru sem að á að taka yfir heiminn og ganga frá öllum.. Á sýningargólfinu voru Sony Computer fyrirferðamiklir með sína leiki og var þar aðaláherslan lögð á PlayStation 2 og PSP. Stærstu leikirnir voru 24, sem er byggður á samnefndum sjónvarpsþáttum, en leikurinn gerist á milli seríu 2 og 3 og svarar leikurinn fjölmörgum spurningum aðdáenda, nýr fitness leikur er að detta inn fyrir EyeToy eða Kinetic en hann er unninn í samvinnu við Nike fyrirtækið og fær PS2 eigendur til að rífa sig uppúr sófanum og gera æfingarnar heima í stofu með hjálp EyeToy tækninnar, aðrir nýir EyeToy leikir á sýningunni voru EyeToy Play 3 og SpyToy. Sly 3 kemur í haust og eru hluti af honum í þrívídd og fylgja leiknum þrívíddargleraugu, en ásamt honum koma út leikirnir Ratchet Deadlocked, Jak X og God of War.. Nintendo flassaði nokkrum flottum leikjum og var þar helstur nýi Zelda leikurinn, Zelda Twilight Princess, sem að lítur ótrúlega vel út og ljóst að hann á eftir að verða algjört metsölu kvikindi, en grafíkin í þeim græna er varla af þessum heimi og í öðrum stíl en Nintendo aðdáendur eiga að venjast. Einnig voru þeir með nýja leiki á borð við Nintendogs, Animal Crossing DS, Mario & Luigi 2, New Super Mario Bros., Touch Golf og marga fleiri.. Microsoft voru með gríðarlega stóran bás og sýndu þar leiki frá öðrum framleiðendum að mestu, en duttu sjálfir inn með Age of Empires 3 sem að er einhver flottasti rauntíma hernaðarleikur sem ég hef séð, einnig sýndu þeir smá prufu úr Project Gotham 3 og Perfect Dark Zero..Einnig var sýnt víðsvegar um básinn hin ýmsu útlit sem Xbox 360 vélin getur tekið sér. Einnig var mikil árhersla lögð á Xbox Live titla félagsins.. Sega var með ágætis bás þar sem Football Manager 2006 togaði mest í mig og virðist hann vera gott framhald af síðasta leik, en hann kemur einnig á PSP og þá getur maður svo gott sem kvatt hversdagsleikann. Að hafa möguleika á að bera Football Manager 2006 með sér um allar jarðir er ekki gott fyrir þá sem eru háðir þeim leik... Mikið úrval var að leikjum í síma og svo kom sterkt inn netleikja fyrirtækið Webzen sem átti nokkra góða á sýningunni og sá sem ég er spenntastur fyrir heitir APB og er gerður af nokkrum þeirra sem stóðu á bakvið fyrstu Grand Theft Auto leikina, og er hér á ferðinni slíkur leikur sem spilast einungis á netinu... Eftir að hafa fengið mig fullsaddan af sílikoni, leikjum og hávaða gekk ég sáttur út af þessari mögnuðu sýningu sem helst verður minnst fyrir yfirlýsingagleði leikjatölvuframleiðanda og flotta leiki á næstu kynslóð leikjatölva. Ólafur JóelssonSýningamiðstöðin í Los AngelesGlæsikvendi að sýna Sony PSPMannhafið skoðar básana í suðurálmuPlaystation 3 í allri sinni dýrð Franz Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
E3 sýningin í ár var einhver sú glæsilegasta í sögunni og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill fjöldi af nýjum leikjatölvum, hálfberum kvenmönnum og flottum leikjum. En á sýninguna voru samankomin meira en 70.000 tölvunördar, jakkaföt og skutlur frá 79 löndum til að berja dýrðina augum. Alls voru á sýningunni meira en 5000 vörur, en 20% af þeim voru á sýningunni í fyrsta skipti og 80% af þessum vörum munu koma út á þessu ári. Það sem bar hæst á þessari sýningu var án nokkurs vafa tilkynningar um næstu kynslóð leikjatölva, en risarnir þrír; Microsoft, Sony Computer og Nintendo blésu í alla tiltæka lúðra og kynntu vélarnar á þann hátt sem þeir kunna best. Fyrstu flugeldunum skaut Microsoft á loft á MTV sjónvarpsstöðinni, en þar var sérstakur þáttur tileinkaður nýju Xbox vélinni eða Xbox 360. Hér er á ferðinni lítil og nett vél með ofurkraft undir húddinu, en vélin skartar 3.2 GHz IBM PowerPC örgjörva, ATI grafíkkort, og fjölrása “surround” hljóð. Allir stýripinnar vélarinnar eru þráðlausir og hægt er að spila leikina á háupplausnar sjónvörpum. Vélin er klár í þráðlaust net og henni fylgir 20 GB harður diskur sem hægt er að renna af og ferðast með. Þar fyrir utan er hægt að breyta útliti vélarinnar eins og eigendur hennar vilja og mun Microsoft og önnur fyrirtæki bjóða uppá mismunandi útlit sem hægt er að skreyta vélina með. En Xbox 360 sprengjan var varla sprungin þegar Sony Computer fyrirtækið steig á stokk, 2 dögum fyrir E3 sýninguna og tilkynntu um PlayStation 3, nýjastu vél fyrirtækisins og arftaka PlayStation 2 vélarinnar sem er mest selda leikjavélin í heiminum í dag. Sjálfur Ken Kutaragi, faðir PlayStation, steig á sviðið og kynnti vélina sem “Super computer for computer entertainment”. Vélin mun styðja fjölda margmiðlunarmöguleika, á borð við video spjall, internet aðgang, skoðun og vistun stafrænna ljósmynda, stafræna tónlistar- og myndvinnslu. Hægt verður að spila PlayStation 1 og PlayStation 2 leiki á PS3, en vélin styður allt að 7 þráðlausa stýripinna sem tengjast með “bluetooth” tækninni, en vélin keyrir á hinum margum talaða Cell örgjörva og birtir grafíkina með nýjustu grafíktækni NVIDIA. Samkvæmt talsmönnum Sony segja þeir vélina vera tvöfalt öflugri en Xbox 360, en það er mikið deilt um þau ummæli og ljóst að báðar vélarnar hafa sína kosti og galla. Hægt verður að tengja PSP vélina við PS3 og nota hana sem einskonar fjarstýringu, ásamt því að hægt verður að bera efni á milli vélanna. Til að sýna getu vélarinnar var sýnt úr nokkrum væntanlegum leikjum á borð við Killzone, Getaway, Unreal Tournament 2007 og Formula One. Seinna sama dag varpaði svo Nintendo síðustu sprengjunni en þeir eru með tvær vélar í farvatninu, annarsvegar Nintendo Revolution og hinsvegar nýja útgáfu af Gameboy Advance sem heitir Micro, enda einstaklega nett og fer vel í vasa. Samkvæmt talsmönnum Nintendo á Revolution tölvan að valda byltingu í hvernig leikmenn spila tölvuleiki. Vélin er mjög nett og er á stærð við ca. 3 DVD hulstur staflað upp, sem geriri Revolution að minnstu leikjavél frá Nintendo hingað til. Hægt verður að spila Gamecube leiki í vélinni, en Revolution er sögð vera fjórum sinni öflugri en Gamecube. Og þá af stóra sviðinu inná sýninguna þar sem leikjafyrirtækin börðust um athygli gesta með ýmsum hætti og var oftar en ekki beitt þeirri aðferð að hafa léttklæddar stúlkur til að tæla inn dáleidd tölvunördin, og það virkar vel. Sannkallað gullaldar móment fyrir femínista...En sýningin fór fram í Los Angeles Convention Center sem samanstendur af fjórum stórum sýningarsvæðum. Stærstir á sýningunni þetta árið meðal leikjafyrirtækjanna voru Electronic Arts en þeir skarta einstaklega glæsilegri útgáfu þetta árið og eru þar fremstir í flokki Godfather leikurinn sem lítur sérstaklega vel út, enda skartar röddum og andlitum flestra aðalleikaranna úr myndunum, á hæla hans koma leikir á borð við James Bond From Russia with Love, en þar fer enginn annar en Sean Connery með aðalhlutverkið, Black sem er nýr skotleikur frá höfundum Burnout leikjanna og verð ég að segja að sá leikur er einhver flottasti skotleikur sem ég hef séð fyrir PlayStation 2. Need for Speed Most Wanted lítur vel út og þá sérstaklega á Xbox 360, en Electronic Arts lagði mikla áherslu að sýna leiki sína á boxinu, og stóð þar EA Sports línan uppúr, en það er vart hægt að lýsa grafíkinni í þessum leikjum á Xbox 360. Annað stórt frá EA þetta árið er Burnout Revenge, Battlefield 2 og nýi Harry Potter leikurinn. En á næsta ári kemur einnig nýr leikur frá Will Wright (höfundi Sims leikjanna), en hann heitir Spore og þróar maður líf allt frá því að vera fruma yfir í að verða alráður yfir fleiri plánetum.. Í næsta nágrenni við EA var Vivendi Universal með nokkra öfluga leiki, en þeir gerðu þó sínu mest úr 50 Cent leiknum sem er væntanlegur í haust og á að vera mjög brutal og öflugur, en öll tónlist leiksins er gerð eftir 50 Cent og 20% af henni er frumsamin. Annar brutal leikur var Scarface leikurinn sem skartar Al Pacino í aðalhlutverki, leikurinn var sýndur bakvið luktar dyr, en eftir fortölur komumst við inn og sáum dýrðina. Lúkkar nokkuð vel og verður án efa ágætis GTA klón. Flottasti leikurinn var þó án nokkurs vafa F.E.A.R., sem er fyrstu persónu skotleikur með hryllingssöguþræði, eflaust einn af leikjum ársins þegar hann kemur út í haust. Einnig dustuðu VU rykið af StarCraft Ghost sem að hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar en virðist vera að nálgast endapunkt, World of Warcraft var sýndur og nýr Crash Bandicoot leikur sem lýtur vel út, enda gerður af Radical Entertainment, en þeir gerðu meðal annars Simpsons Hit & Run leikinn..Nýr Hulk mætir einnig í haust, og er sá leikur byggður meira á teiknimyndablöðunum, öfugt við síðast Hulk leik, en hann var byggður á samnefndri kvikmynd sem var vægast sagt ömurleg.. Skammt undan var Activision með bás og þar var ýmsilegt um dýrðir, en helstu leikir þeirra eru The Movies þar sem snillingurinn Peter Molyneux tekur fyrir kvikmyndaverin og framleiðslu kvikmynda. Hér þurfa leikmenn að velja leikara, stýra söguþræði, byggja upp settin og kvikmyndaverin, örugglega góð skemmtun frá þessum meistara uppbyggingaleikjanna. Tony Hawk mætir í nýjum leik sem reyndar var aðeins sýndur bakvið luktar dyr, en hann á að bjóða uppá spilun án loading tíma og margt fleira...Quake IV lúkkaði ótrúlega vel og hefur verið tilkynnt að hann komi bæði út á PC og Xbox 360..Aðrir leikir voru True Crime 2, Ultimate Spiderman, X-Men Legends 2 og nýr Shrek leikur ásamt Call of Duty 2 sem er að koma út fyrir PC og leikjatölvurnar... Eitt svalasta fyrirtækið í bransanum, Rockstar Games, var auðvitað á staðnum, nema hvað þeir voru búnir að leggja nokkrum rútum inná sýningarsvæðinu og girtu þær af mið rammgerðum girðingum. Þar voru þeir að sýna leikina Bully, Grand Theft Auto Liberty City Stories á PSP og Warriors...Allt útúrsvalir leikir sem eiga eflaust eftir að slá í gegn, en einnig er orðrómur um að Rockstar sé búið að sækja um einkaleyfi á nafninu GTA Sin City og ætli sér að koma Sin City borginni inní sinn næsta Grand Theft Auto leik... Því næst var okkur boðið að detta inní LucasArts básinn sem að er yfirleitt lokaður af, en mikil leynd hvílir oftar en ekki yfir leikjum þeirra. Að þessu sinni var þar að sjá Star Wars Battlefront 2 sem er framhaldið af mest selda Star Wars leik allra tíma, en sá leikur mun einnig koma út á PSP, tilkynnt var um nýjan Indiana Jones leik á næstu kynslóð leikjatölva og svo mátti sjá mjög flottan rauntíma hernaðarleik í fullri þrívídd sem heitir Empire at War.. THQ fyrirtækið, sem er eitt mest vaxandi fyrirtækið í dag kom einnig sterkt inn með Svamp Sveinsson og félögum, en helsta stöffið þeirra er nýr Full Spectrum Warrior leikur, Company of Heroes sem er rauntíma hernaðarleikur sem gerist í Seinni Heimsstyrjöldinni...Maðurinn með keðjusagar hendina eða Ash úr Evil Dead dettur inní nýjum leik sem lúkkar ókei, en flottasti leikurinn var að mínu mati Destroy All Humans, þar sem leikmenn fara í hlutverk geimveru sem að á að taka yfir heiminn og ganga frá öllum.. Á sýningargólfinu voru Sony Computer fyrirferðamiklir með sína leiki og var þar aðaláherslan lögð á PlayStation 2 og PSP. Stærstu leikirnir voru 24, sem er byggður á samnefndum sjónvarpsþáttum, en leikurinn gerist á milli seríu 2 og 3 og svarar leikurinn fjölmörgum spurningum aðdáenda, nýr fitness leikur er að detta inn fyrir EyeToy eða Kinetic en hann er unninn í samvinnu við Nike fyrirtækið og fær PS2 eigendur til að rífa sig uppúr sófanum og gera æfingarnar heima í stofu með hjálp EyeToy tækninnar, aðrir nýir EyeToy leikir á sýningunni voru EyeToy Play 3 og SpyToy. Sly 3 kemur í haust og eru hluti af honum í þrívídd og fylgja leiknum þrívíddargleraugu, en ásamt honum koma út leikirnir Ratchet Deadlocked, Jak X og God of War.. Nintendo flassaði nokkrum flottum leikjum og var þar helstur nýi Zelda leikurinn, Zelda Twilight Princess, sem að lítur ótrúlega vel út og ljóst að hann á eftir að verða algjört metsölu kvikindi, en grafíkin í þeim græna er varla af þessum heimi og í öðrum stíl en Nintendo aðdáendur eiga að venjast. Einnig voru þeir með nýja leiki á borð við Nintendogs, Animal Crossing DS, Mario & Luigi 2, New Super Mario Bros., Touch Golf og marga fleiri.. Microsoft voru með gríðarlega stóran bás og sýndu þar leiki frá öðrum framleiðendum að mestu, en duttu sjálfir inn með Age of Empires 3 sem að er einhver flottasti rauntíma hernaðarleikur sem ég hef séð, einnig sýndu þeir smá prufu úr Project Gotham 3 og Perfect Dark Zero..Einnig var sýnt víðsvegar um básinn hin ýmsu útlit sem Xbox 360 vélin getur tekið sér. Einnig var mikil árhersla lögð á Xbox Live titla félagsins.. Sega var með ágætis bás þar sem Football Manager 2006 togaði mest í mig og virðist hann vera gott framhald af síðasta leik, en hann kemur einnig á PSP og þá getur maður svo gott sem kvatt hversdagsleikann. Að hafa möguleika á að bera Football Manager 2006 með sér um allar jarðir er ekki gott fyrir þá sem eru háðir þeim leik... Mikið úrval var að leikjum í síma og svo kom sterkt inn netleikja fyrirtækið Webzen sem átti nokkra góða á sýningunni og sá sem ég er spenntastur fyrir heitir APB og er gerður af nokkrum þeirra sem stóðu á bakvið fyrstu Grand Theft Auto leikina, og er hér á ferðinni slíkur leikur sem spilast einungis á netinu... Eftir að hafa fengið mig fullsaddan af sílikoni, leikjum og hávaða gekk ég sáttur út af þessari mögnuðu sýningu sem helst verður minnst fyrir yfirlýsingagleði leikjatölvuframleiðanda og flotta leiki á næstu kynslóð leikjatölva. Ólafur JóelssonSýningamiðstöðin í Los AngelesGlæsikvendi að sýna Sony PSPMannhafið skoðar básana í suðurálmuPlaystation 3 í allri sinni dýrð
Franz Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira