Viðskipti innlent

Actavis setur tvö lyf á markað

Actavis Group hefur sett tvö ný samheitalyf á markað í níu Evrópulöndum í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Medis. Um er að ræða taugalyfið Lamotrigine í tveimur lyfjaformum sem ætlað er til meðferðar við flogaveiki og til að fyrirbyggja geðsveiflur hjá sjúklingum með geðhvarfasjúkdóm. Lyfið kom fyrst á markað í Evrópu árið 1990 en einkaleyfisvernd lyfsins rann út 30. maí síðastliðinn. Þróun Actavis á lyfinu hófst fyrir um 5 árum og fór að mestu fram á Íslandi. Í tilkynningu frá Actavis segir að lyfin séu góð viðbót við lyfjaúrval félagsins en þó er ekki búist við því að þau verði í hópi 10 söluhæstu lyfja samstæðunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×