Viðskipti innlent

Hagnaður SÍF tvöfaldaðist

Hagnaður SÍF, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, tvöfaldaðist á milli ára og nam rúmlega 220 milljónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Í tilkynningu frá SÍF segir að góð söluaukning hafi orðið á öllum mörkuðum og framlegð aukist verulega en hún endurspegli breytta samsetningu SÍF-samsteypunnar. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að góð afkoma á fyrsta ársfjórðungi endurspegli jákvæð áhrif endurskipulagningar á starfsemi SÍF en megináherslan sé á verðmætari vöruflokka tilbúinna rétta og hátíðarvara. Hann segir framtíðarhorfurnar góðar fyrir endurskipulagt félag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×