Sport

Östringen í úrvalsdeildina

Kronau Östringen tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið sigraði Hildesheim í seinni leik liðanna um sæti í deildinni. Kronau sigraði 26-22 og vann leikina tvo samtals með sjö marka mun. Gunnar Berg Viktorsson skoraði þrjú mörk af vítalínunni fyrir Kronau. Guðmundur Hrafnkelsson kom ekki við sögu í leiknum en hann er hættur atvinnumennsku í Þýskalandi og á leiðinni heim til Íslands. Íslenskir handboltamenn komu við sögu í síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði tíu mörk í sínum síðasta leik fyrir Essen, Einar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir Wallau Massenheim, Einar Hólmgeirsson sjö mörk fyrir Grosswallstadt og Logi Geirsson fimm mörk fyrir Lemgo. Aðrir íslenskir landsliðsmenn skoruðu færri mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×