Sport

Heimir sagði nei við Gróttu

Heimir Ríkarðsson handknattleiksþjálfari hafnaði tilboði frá Gróttu um fimm ára samning. Kristján Guðlaugsson, formaður handknattleiksdeildar félagsins, staðfesti þetta þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Heimir, sem var rekinn frá Fram í apríl, er í viðræðum við Fylki um að taka að sér stöðu hjá félaginu og aðstoða við að smíða alvöru handboltalið í Árbænum. „Það eru náttúrlega vonbrigði að fá neitun frá jafn færum þjálfara og Heimir er. Við ætlum í uppbyggingu og leggja áherslu á yngri flokka en erum komnir í viðræður við aðra aðila eftir svar Heimis. Það hefði náttúrlega verið frábært að fá hann til okkar en maður fær ekki allt sem maður vill," sagðiKristján, sem segist vera í viðræðum við einn til tvo. „Mín vinnuregla er að vera ekki í viðræðum við mjög marga í einu, heldur sýna frekar þolinmæði og leggja áherslu á þann sem efstur er á blaði."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×