Innlent

Miðar við tveggja milljóna árslaun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að tjón konu, sem var bjargað frá drukknun úr hvolfdri bifreið í Hólmsá árið 2000, sé að fullu bætt með því að miða við tveggja milljóna króna árslaun. Hún gerði kröfu um þriggja milljóna króna viðmið. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut varanlegan heilaskaða og er metin 100 prósent öryrki eftir slysið og getur ekki snúið aftur á almennan vinnumarkað. Kafarar slökkviliðsins björguðu henni úr bílnum eftir að honum hvolfdi út í ána og var henni haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í þrjár vikur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×