Innlent

Fyrrum starfsmenn sýknaðir

Fjórir fyrrverandi starfsmenn Iceland Seafood International í Hafnarfirði voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af kröfum félagsins sem vildi að þeim yrði bannað að ráða sig í þjónustu keppinautarins, Seafood Union, til júníloka á þessu ári. Iceland Seafood krafðist þess einnig að mönnunum yrði óheimilt að hagnýta sér á nokkurn hátt atvinnuleyndarmál og trúnaðarupplýsingar í eigu félagsins. Héraðsdómur hafnaði þessu og sagði fjórmenningana ekki hafa látið skyndilega af störfum heldur hefðu þeir sagt upp störfum eins og þeim hefði verið heimilt. Lögbannsins var krafist eftir að ráðningasamningum mannanna var rift og taldi Héraðsdómur Iceland Seafood International ekki eiga rétt á að þeir efndu skyldur sínar samkvæmt ráðningarsamningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×