Innlent

156 milljónir í girðingar

Langt er nú liðið á sauðburð í sveitum landsins og ökumenn hafa nokkuð orðið varir við sauðfé á vegum landsins síðustu daga. Á síðustu fimm árum hefur að meðaltali verið tilkynnt um 225 slys vegna sauðfjár til lögreglu og þau eru 17% af öllum slysum verða í dreifbýli. Búast má við að óhöppin séu fleiri en ekki sé tilkynnt um þau öll. Samkvæmt upplýsingum úr Samgönguráðuneytinu er unnið eftir nýsamþykktri umferðaröryggisáætlun. Í henni er sérstaklega kveðið á um aðgerðir til að ráða bót á þeim vanda sem kindur á þjóðvegum landsins eru. Gert ráð fyrir að 156 milljónir króna fari á næstu fjórum árum í girðingarvinnu. Girða á upp um 300 kílómetra á hættulegustu svæðunum sem 30% slysa vegna sauðkinda hafa orðið á síðustu árum. Frekari aðgerðir eru ennfremur í skoðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×