Þarf að yngja upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 13. október 2005 19:15 Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Rétt eins og Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í Kastljósinu í gær er baráttan um borgina hafin. Þingið er farið í frí og stjórnmálafréttir úr þeim geira verða fátíðari. Þess í stað munu berast okkur fréttir af því hvernig gengur í samningaviðræðum flokkanna sem mynda R-listann og hverjir vilja leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum sem verða næsta vor. Það sem einna mest hefur verið rætt um síðan á laugardag, þegar viðtal við Gísla Martein Baldursson birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, er hvort hann verði næsta "borgarstjórnarefni" Sjálfstæðismanna. Reyndar er fyrir löngu farið að ræða um slíkt sem möguleika, eða óskhyggju. Fleiri en einn og tveir fastagestir spjallþátta ýmiskonar hafa útlistað hann sem helstu von Sjálfstæðismanna til að bjarga Reykjavíkurborg frá enn einu kjörtímabili undir stjórn Reykjavíkurlistans. Gísli Marteinn er ungur, nokkuð óreyndur sem stjórnmálamaður þrátt fyrir að vera nú fyrsti varaborgarfulltrúi og því oft á fundum borgarstjórnar. Það er bara ekki sá Gísli sem við heyrum um, þekkjum og elskum, eða elskum að hata. Við, almenningur, þekkjum spjallþáttastjórnandann Gísla Martein, Eurovisionkynnirinn Gísla Martein, eða munum eftir honum úr Kastljósinu. Næstum því hvert einasta mannsbarn hér á Íslandi veit hver maðurinn er. Það eru voðalega fáir sem vita fyrir hvað hann stendur í pólitík. Allt frá því um síðustu alþingiskosningar hafa verið háværar raddir um mikilvægi þess að hafa unga fulltrúa í stjórnmálum. Það er talinn kostur að vera ungur. Hugsanlega því yngri fulltrúar séu ekki eins líklegir til að vera tengdir "flokkaspillingunni" sem sannarlega er til í hugum fólks, hvað svo sem viðkemur raunveruleikanum. Því er það talið Gísla til tekna að vera ungur, myndarlegur og þekktur. Að vera þekktur kom sér vel fyrir núverandi fylkisstjóra í Kaliforníu. Það hefur ekki reynst jafn drjúgt fyrir menn hér heima. Eyþór Arnalds bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar eftir að hafa verið varaborgarfulltrúi. Tónlistarfrægðin dugði ekki til. Jakob Frímann tók svo þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir síðustu alþingiskosningar. Það dugði honum ekki að allir elska Stuðmenn. Það er marg mjög frambærilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ætlar sér stóra hluti í komandi prófkjöri. Vonandi fyrir þann tíma verða kjósendur búin að fá að kynnast stjórnmálamanninum Gísla Marteini. Annars vegar vegna þess að það er aldrei gott að kjósa eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Hins vegar hans vegna, því frægðin ein og sér er ekki líkleg til að skila honum mörgum atkvæðum ef eitthvað er að marka söguna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun