Ólga á landsfundi vegna smölunar 22. maí 2005 00:01 Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira