San Antonio 4 - Denver 1 5. maí 2005 00:01 San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig. NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig.
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira