San Antonio 4 - Denver 1 5. maí 2005 00:01 San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig. NBA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
San Antonio Spurs virkuðu dálítið þreyttir, en þeir kláruðu engu að síður verkefnið og hafa slegið lið Denver Nuggets út úr keppni 4-1. eftir 99-89 sigur á heimavelli sínum í nótt. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í rimmu liðanna, voru margir á því að Denver myndi slá Spurs úr keppni, en fyrrum meistararnir létu ekki eitt tap fara með sig út af laginu og sýndu með fjórum sigurleikjum í röð, að þeir voru einfaldlega með sterkara lið. Spurs mæta nú Seattle Supersonics í næstu umferð úrslitakeppninnar. Sigur San Antonio í nótt var ekki stór og Denver hafði meira að segja forystu á tíma í þriðja leikhlutanum. Leikmenn San Antonio eru hinsvegar reyndir og varamennirnir Robert Horry og Glenn Robinson gerðu út um leikinn á lokakaflanum með góðum rispum. "Ég ætla nú bara að njóta þessa sigurs í kvöld," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Það verður nægur tími til að hugsa um Seattle á morgun." "Mér fannst þessi leikur vera að þróast dálítið eins og fyrsti leikurinn. Við vorum bara að skiptast á körfum við þá, en svo náðum við nokkrum stoppum í vörninni og þá kom þetta," sagði Robert Horry hjá San Antonio, sem lék vel í sínum 180. leik í úrslitakeppninni á ferlinum og hann er nú jafnhliða Dennis Johnson hjá Boston í níunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa leikið flesta leiki í úrslitakeppninni. Horry hefur unnið fimm meistaratitla á ferlinum, tvo með Houston og þrjá með Los Angeles Lakers, sem gerir hann að sigursælasta leikmanni sem spilar í deildinni í dag. Atkvæðamestir hjá Denver:Carmelo Anthony 25 stig, Andre Miller 16 stig (7 frák, 6 stoðs), Kenyon Martin 14 stig (6 frák), Earl Boykins 14 stig, Nene Hilario 11 stig, Marcus Camby 6 stig (10 frák).Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig (7 stoðs), Tim Duncan 18 stig (11 frák, 5 stoðs, 5 varin), Manu Ginobili 18 stig (9 frák), Robert Horry 17 stig, Glenn Robinson 7 stig.
NBA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira