Sport

Stam þakkar heppninni

Jaap Stam varnarmaður AC Milan segir lið sitt hafa verið heppið að komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Milan sló út hollenska liðið PSV Eindhoven í undanúrslitunum þrátt fyrir 3-1 tap í Hollandi í kvöld. Úrslitum réð útivallarmark Milan sem Massimo Ambrosini skoraði á 90. mínútu leiksins í kvöld. Milan vann fyrri leikinn 2-0 þar sem síðara mark Milan kom einnig á lokamínútu leiksins á Ítalíu. Í kvöld voru það heimamenn í PSV sem leiddu 2-0 með mörkum Ji-Sung Park og Phillip Cocu þar til lokamínútan brast á og stefndi í framlengingu. "Við lékum lékum ekkert sérstaklega vel en ekkert er ómögulegt í fótbolta. Við fengum eitt tækifæri í kvöld og skoruðum og það var allt sem við þurftum. PSV stjórnuðu leiknum alveg fram á 90. mínútu og við megum ekki leika þann leik. Þeir léku mjög vel í báðum leikjunum en féllu samt út." sagði Stam í viðtali við Skysports eftir leikinn í kvöld. Mark van Bommel miðjumaður PSV gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn og gerði orð Jose Mourinho að sínum. "Við vorum betra liðið. Þegar við leikum báða leikina betur en AC Milan eigium við skilið að vinna en þeir skoruðu útivallarmarkið, sem er víst það sem skiptir máli." sagði van Bommel súr í bragði eftir leikinn í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×