Eldsneytisverð og tíminn skýri tap 4. maí 2005 00:01 Tap lággjaldaflugfélagsins Sterling á fyrsta ársfjórðungi nam um 460 milljónum íslenskra króna. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Sterling og Iceland Express, segir skýringu á taprekstri aðallega hækkun á eldsneytisverði og að hefðbundið sé í rekstri flugfélaga að skila tapi á þessu tímabili. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Sterling í gær og hefur Almar nú þegar hafið störf. Hann segir að unnið verði að því að hagræða í rekstri félaganna og að vel komi til greina að sameina bókunarkerfi þeirra svo viðskiptavinir geti á auðveldari og ódýrari hátt en áður komist ferða sinna. Þá útilokar Almar ekki að félögin tvö verði sameinuð en að ákvörðunin sé endanlega eigenda félaganna, þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Almar segir að allir þær sem hugsanlega sé hægt að samkeyra verði skoðaðir. Á það verði þó að horfa að Iceland Express þjóni öðrum markaði en Sterling og þeirri staðreynd megi ekki gleyma að fyrrgreinda félagið hafi byggt upp gríðarlegan góðvilja hér á landi sem forsvarsmenn þess vilji alls ekki missa. Stjórnendur fyrirrtækisins hafa þó sagt að starfsemi Iceland Express geti þó breyst en oft snemmt sé að segja til um hvernig sú breyting verði. Lággjaldaflugfélagið Sterling var keypt á fimm milljarða íslenskra króna og flýgur félagið til yfir 30 áfangastaða frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, aðallega til Suður-Evrópu, Bretlands og Írlands. Almar vildi lítið tjá sig um framtíðaráform félaganna eða hvort verið væri að skoða fleiri flugfélög til kaupa en sagði þó að spennandi tímar væru fram undan, tækifærin væru vissulega til staðar. Pálmi Haraldsson hefur sagt að fyrir liggi að Sterling byrji að fljúga til Bandaríkjanna, Suður-Afríku og Austurlanda fjær en nákvæm tímasetning sé þó ekki komin á hreint. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Tap lággjaldaflugfélagsins Sterling á fyrsta ársfjórðungi nam um 460 milljónum íslenskra króna. Almar Örn Hilmarsson, framkvæmdastjóri Sterling og Iceland Express, segir skýringu á taprekstri aðallega hækkun á eldsneytisverði og að hefðbundið sé í rekstri flugfélaga að skila tapi á þessu tímabili. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Sterling í gær og hefur Almar nú þegar hafið störf. Hann segir að unnið verði að því að hagræða í rekstri félaganna og að vel komi til greina að sameina bókunarkerfi þeirra svo viðskiptavinir geti á auðveldari og ódýrari hátt en áður komist ferða sinna. Þá útilokar Almar ekki að félögin tvö verði sameinuð en að ákvörðunin sé endanlega eigenda félaganna, þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Almar segir að allir þær sem hugsanlega sé hægt að samkeyra verði skoðaðir. Á það verði þó að horfa að Iceland Express þjóni öðrum markaði en Sterling og þeirri staðreynd megi ekki gleyma að fyrrgreinda félagið hafi byggt upp gríðarlegan góðvilja hér á landi sem forsvarsmenn þess vilji alls ekki missa. Stjórnendur fyrirrtækisins hafa þó sagt að starfsemi Iceland Express geti þó breyst en oft snemmt sé að segja til um hvernig sú breyting verði. Lággjaldaflugfélagið Sterling var keypt á fimm milljarða íslenskra króna og flýgur félagið til yfir 30 áfangastaða frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, aðallega til Suður-Evrópu, Bretlands og Írlands. Almar vildi lítið tjá sig um framtíðaráform félaganna eða hvort verið væri að skoða fleiri flugfélög til kaupa en sagði þó að spennandi tímar væru fram undan, tækifærin væru vissulega til staðar. Pálmi Haraldsson hefur sagt að fyrir liggi að Sterling byrji að fljúga til Bandaríkjanna, Suður-Afríku og Austurlanda fjær en nákvæm tímasetning sé þó ekki komin á hreint.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira