Tom Clansy's Ghost Recon 2 30. apríl 2005 00:01 Tom Clancy’s Ghost Recon 2 Margir leikir hafa komið út undir nafni Tom Clancy’s, og hefur hans nafn oft verið merki um mikil gæði í tölvuleikjaiðnaðinum. Núna er Ghost Recon 2 kominn út á markaðinn, og eftir miklar vinsældir fyrri leiksins, voru væntingarnar miklar. Ghost Recon snýst um sérsveit innan bandaríska hersins, þekktir sem “Draugarnir”, sem hafa það hlutverk að útrýma óvinum í leyni, án þess að til stórátaka komi. Þú spilar leikinn sem foringi þessarar sveitar, og þitt hlutverk er að halda bæði þér, og þínum liðsmönnum á lífi, og útrýma allri mótspyrnu. Leikurinn byrjar á stuttu myndskeiði sem sýnir þegar að eldflaug er skotið á bandarískt herskip, og því sökkt. Þá er strax kallað á “draugana”, og þeir sendir inn í Kóreu til að komast að því hvað lá að baki árásinni. Þá er komið að þér að leiða mennina þína í gegnum sveitir Kóreu í þeim verkefnum sem þér eru sett. Strax í byrjunarmyndbandinu var grafíkin hreinlega stórkostleg. Þetta var hinsvegar ekki raunin þegar leikurinn sjálfur var byrjaður. Grafíkin er samt alls ekki slæm, en það er samt augljóst að mikið meiri vinna hefur verið lögð í þessi örfáu myndbrot, heldur en í leikinn sjálfan. Umhverfið er í meðallagi, og runnar og aðrir hlutir í náttúrunni hafa hálfkennda kassalögun. Manneskjurnar í leiknum eru hinsvegar ágætlega vel skapaðar, og eru mjög mannlegar í útliti. Allar manneskjurnar hreyfa sig mjög mjúklega í leiknum, og í raun eru persónurnar allar mjög vel heppnaðar. Spilunin sjálf er sennilega það sem er erfiðast að venjast við leikinn. Leikmaðurinn sem maður notar hreyfir sig oft eins og hann þjáist af gigt á háu stigi, og það getur tekið mann nokkuð langan tíma að aðlaga sig að þessu vandamáli hans. Hinsvegar gengur leikurinn mjög vel upp, ef að maður hefur úthald til að komast yfir þessi byrjunarvandamál. Umhverfið spilar mjög vel með manni, og það eru nokkuð margir möguleikar í boði, sem gera manni kleift að gera ansi merkilega og skemmtilega hluti. Gervigreindin er án vafa stærsti gallinn við Ghost Recon 2. Þegar maður lendir í átökum þá hafa óvinirnir yfirleitt ekki glóru um hvernig þeir eiga réttilega að bregðast við. Oftar en ekki er hægt að sitja í hægindum sínum og skjóta þá alla niður, því að “skjól” virðist ekki vera til í þeirra orðaforða. Samt kemur það fyrir öðru hvoru að maður sér þá stökkva á bak við skúr eða fyrir horn, en það er aldrei löng bið þar til þeir skjóta aftur upp kollinum. Mennirnir sem hönnuðu þennan leik hafa greinilega gert sér grein fyrir þessu vandamáli, og reyna að bæta upp fyrir það með því að gefa Kóreumönnunum yfirburða skyttuhæfileika. Þess vegna er leikurinn ekki alveg áreynslulaus, þótt að það hefði verið skemmtilegri áskorun í því að kljást við gáfnafarslega jafninga manns. Hljóðeffektarnir í leiknum eru í mjög góðum gæðum, og gefa honum mjög raunverulegan blæ. Hljóðin í náttúrunni láta manni líða eins og maður standi á miðju kórísku engi, og skothljóðin í vopnunum rífa gegnum kyrrlátan himininn með hreint ótrúlegum raunveruleika. Einnig er leikurinn fylltur af kraftmikilli, og hetjulegri tónlist sem myndi sæma sér vel í einni af stórmyndum Jerry Bruckheimers. Niðurstaða: Tom Clancy’s Ghost Recon 2 er ágætis skemmtun fyrir hvern þann sem hefur gaman af sýndarhernaði, og býður upp á frábært fjör fyrir hvern þann sem hefur ekki of háar kröfur. Leikurinn er sennilega ekki nógu góður fyrir þá sem spila mjög marga mismunandi leiki, og hann hentar alls ekki fyrir þá sem spiluðu fyrri leikinn alveg út í ystu æsar. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Ubisoft Inc. Heimasíða Leiks: http://www.ghostrecon-2.com/ Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tom Clancy’s Ghost Recon 2 Margir leikir hafa komið út undir nafni Tom Clancy’s, og hefur hans nafn oft verið merki um mikil gæði í tölvuleikjaiðnaðinum. Núna er Ghost Recon 2 kominn út á markaðinn, og eftir miklar vinsældir fyrri leiksins, voru væntingarnar miklar. Ghost Recon snýst um sérsveit innan bandaríska hersins, þekktir sem “Draugarnir”, sem hafa það hlutverk að útrýma óvinum í leyni, án þess að til stórátaka komi. Þú spilar leikinn sem foringi þessarar sveitar, og þitt hlutverk er að halda bæði þér, og þínum liðsmönnum á lífi, og útrýma allri mótspyrnu. Leikurinn byrjar á stuttu myndskeiði sem sýnir þegar að eldflaug er skotið á bandarískt herskip, og því sökkt. Þá er strax kallað á “draugana”, og þeir sendir inn í Kóreu til að komast að því hvað lá að baki árásinni. Þá er komið að þér að leiða mennina þína í gegnum sveitir Kóreu í þeim verkefnum sem þér eru sett. Strax í byrjunarmyndbandinu var grafíkin hreinlega stórkostleg. Þetta var hinsvegar ekki raunin þegar leikurinn sjálfur var byrjaður. Grafíkin er samt alls ekki slæm, en það er samt augljóst að mikið meiri vinna hefur verið lögð í þessi örfáu myndbrot, heldur en í leikinn sjálfan. Umhverfið er í meðallagi, og runnar og aðrir hlutir í náttúrunni hafa hálfkennda kassalögun. Manneskjurnar í leiknum eru hinsvegar ágætlega vel skapaðar, og eru mjög mannlegar í útliti. Allar manneskjurnar hreyfa sig mjög mjúklega í leiknum, og í raun eru persónurnar allar mjög vel heppnaðar. Spilunin sjálf er sennilega það sem er erfiðast að venjast við leikinn. Leikmaðurinn sem maður notar hreyfir sig oft eins og hann þjáist af gigt á háu stigi, og það getur tekið mann nokkuð langan tíma að aðlaga sig að þessu vandamáli hans. Hinsvegar gengur leikurinn mjög vel upp, ef að maður hefur úthald til að komast yfir þessi byrjunarvandamál. Umhverfið spilar mjög vel með manni, og það eru nokkuð margir möguleikar í boði, sem gera manni kleift að gera ansi merkilega og skemmtilega hluti. Gervigreindin er án vafa stærsti gallinn við Ghost Recon 2. Þegar maður lendir í átökum þá hafa óvinirnir yfirleitt ekki glóru um hvernig þeir eiga réttilega að bregðast við. Oftar en ekki er hægt að sitja í hægindum sínum og skjóta þá alla niður, því að “skjól” virðist ekki vera til í þeirra orðaforða. Samt kemur það fyrir öðru hvoru að maður sér þá stökkva á bak við skúr eða fyrir horn, en það er aldrei löng bið þar til þeir skjóta aftur upp kollinum. Mennirnir sem hönnuðu þennan leik hafa greinilega gert sér grein fyrir þessu vandamáli, og reyna að bæta upp fyrir það með því að gefa Kóreumönnunum yfirburða skyttuhæfileika. Þess vegna er leikurinn ekki alveg áreynslulaus, þótt að það hefði verið skemmtilegri áskorun í því að kljást við gáfnafarslega jafninga manns. Hljóðeffektarnir í leiknum eru í mjög góðum gæðum, og gefa honum mjög raunverulegan blæ. Hljóðin í náttúrunni láta manni líða eins og maður standi á miðju kórísku engi, og skothljóðin í vopnunum rífa gegnum kyrrlátan himininn með hreint ótrúlegum raunveruleika. Einnig er leikurinn fylltur af kraftmikilli, og hetjulegri tónlist sem myndi sæma sér vel í einni af stórmyndum Jerry Bruckheimers. Niðurstaða: Tom Clancy’s Ghost Recon 2 er ágætis skemmtun fyrir hvern þann sem hefur gaman af sýndarhernaði, og býður upp á frábært fjör fyrir hvern þann sem hefur ekki of háar kröfur. Leikurinn er sennilega ekki nógu góður fyrir þá sem spila mjög marga mismunandi leiki, og hann hentar alls ekki fyrir þá sem spiluðu fyrri leikinn alveg út í ystu æsar. Vélbúnaður: PS2 Framleiðandi: Ubisoft Inc. Heimasíða Leiks: http://www.ghostrecon-2.com/
Árni Pétur Leikjavísir Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira