Innlent

Vilja veiða við strendur jarða

Samtök eigenda jarða, sem eiga land að sjó, ætla að höfða mál gegn ríkinu þar sem þeir ætla að krefjast réttar til að fá að veiða við strendur sínar eins og þeir hafa haft rétt til öldum saman. Tilefnið er dómur Hæstaréttar í vikunni þar sem hann dæmdi mann í 400 þúsund króna sekt og til að skila andvirði aflans fyrir að hafa veitt án leyfis til veiða í atvinnuskyni og þar með utan kvótakerfisins, en maðurinn hafði leyfi bónda til veiðanna. Sjávarjarðabændur telja að með dóminum sé verið að hafa fornan rétt þeirra til útræðis fyrir jörðum sínum að engu og ekki nóg með það, hann sé færður útvegsmönnum á silfurfati.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×