Erlent

Gíslarnir grátbiðja um aðstoð

Mannræningjar í Írak hafa ákveðið að fresta því um einn dag að lífláta þrjá rúmenska blaðamenn sem þeir hafa í haldi. Al-Jazeera fréttastofan birti í gær myndir af Rúmenunum þremur þar sem þeir grátbiðja stjórnvöld í Rúmeníu um að fara með herafla sinn burt frá Írak. Mannræningjarnir höfðu hótað því að drepa þremenningana og írakskan túlk þeirra, ef 800 manna herlið Rúmena yrði ekki farið frá Írak, þann tuttugasta og sjötta apríl, þ.e. í gær. Nú segjast mannræningjarnir hafa ákveðið að framlengja frestinn um einn dag. Heyrist hins vegar ekkert frá rúmenskum stjórnvöldum næsta sólarhringinn verði blaðamennirnir myrtir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×