Innlent

Skákað í skjóli IP-tölu

Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar á mánudag þurfa IP-fjarskipti ekki að láta af hendi til lögreglu upplýsingar um ákveðna IP-tölu sem tengist innbroti á heimasíðu tölvuverslunarinnar Task 9. febrúar síðastliðinn. Sendur var fjöldapóstur með klámi á 1.300 netföng verslunarinnar og forsíðu breytt þannig að þar birtist klámmynd. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Hæstiréttur staðfesti, segir að brotið beinist ekki að ríkum almannahagsmunum eða einkahagsmunum sem réttlætt geti rannsóknarúrræði á borð við að upplýsa hver var að baki IP-tölunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×