Innlent

Ársfangelsi og byssa upptæk

Maður frá Ólafsfirði hlaut í síðustu viku árfangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir aðild að innbrotum, fyrir að hafa átt óskráða loftskammbyssu og fyrir handrukkun á hálfri milljón fyrir þriðja aðila. Maðurinn hefur frá árinu 1996 hlotið fjölda dóma, þar á meðal fyrir fíkniefnabrot, ölvunarakstur, auðgunarbrot og þjófnað. Tveir voru ákærðir með manninum og var annar sýknaður af kröfum ákæruvaldsins, en hinn dæmdur til að greiða 120 þúsund króna sekt. Loftskammbyssan var gerð upptæk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×