Sport

PSV ætla að koma á óvart

Gus Hiddink, þjálfari PSV Eindoven, segir sýna menn staðráðna í að koma á óvart í Meistaradeildinni í kvöld, þegar þeir sækja AC Milan heim. "Allir spá Milan sigri í þessu einvígi og við verðum að nýta okkur það. Við vitum að Milan liðið er mjög skipulagt og reynt, en við getum komið þeim mikið á óvart," sagði Hiddink. "Við höfum verið að vaxa mikið í keppninni og eru að leika mikið betur nú en í byrjun hennar. Kannski að við náum að koma öllum á óvart í undanúrslitunum," sagði þjálfarinn. Hollenska liðið hefur ekki náð að sigra á Ítalíu í fimm tilraunum, en tryggði sér nýverið meistaratitilinn í heimalandinu og félagið stefnir enn lengra í ár. "Það verður erfitt að komast í úrslitaleikinn, við gerum okkur grein fyrir því, en við höfum sett stefnuna á að vinna þrefalt í ár. Milan hefur að vísu reynslu umfram okkur í leiknum í kvöld, en ég vona að strákarnir mínir bæti það upp með góðum leik," sagði Hiddink að lokum. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 18:30.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×