Chicago 1 - Washington 0 25. apríl 2005 00:01 Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum). NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira
Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum).
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Sjá meira