Boston 1 - Indiana 0 24. apríl 2005 00:01 Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira