Nauðgunarfórnarlambi vísað frá 22. apríl 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera. Konan vildi leggja fram kæru daginn eftir atburðinn og vildi að málið yrði tekið fyrir samdægurs. Lögreglufulltrúi tjáði konunni, þegar hún vildi leggja fram kæru, að lögreglumenn væru á námskeiði og því væri ekki mannskapur til að taka á móti kærunni. Konunni reyndist því ekki unnt að leggja fram kæru fyrr en daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms í málinu í dag er það talið ámælisvert að lögreglan skuli ekki hafa tekið við kærunni samstundis. Maðurinn sem konan kærði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn henni en hann var ákærður fyrir að hafa með ofbeldi, og hótunum um ofbeldi, þröngvað hana til samræðis. Þau höfðu átt í stormasömu ástarsambandi en hætt saman skömmu fyrir atburðinn. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hefðu ákveðið að hafa kynmök, en því neitaði konan. Héraðsdómur taldi framburð mannsins ótrúverðugan. Hann á að baki langan sakaferil en samanlögð óskilorðsbundin refsing hans nemur tæplega sjö árum. Hann hefur hlotið 13 refsidóma frá árinu 1985, þar af tæplega þriggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot. Héraðsdómur taldi brot mannsins alvarlegt og þótti hann hafa sýnt einbeittan brotavilja. Allt þetta hafði áhrif til refsihækkunar. Taldi dómurinn hæfilega refsingu tveggja ára fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera. Konan vildi leggja fram kæru daginn eftir atburðinn og vildi að málið yrði tekið fyrir samdægurs. Lögreglufulltrúi tjáði konunni, þegar hún vildi leggja fram kæru, að lögreglumenn væru á námskeiði og því væri ekki mannskapur til að taka á móti kærunni. Konunni reyndist því ekki unnt að leggja fram kæru fyrr en daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms í málinu í dag er það talið ámælisvert að lögreglan skuli ekki hafa tekið við kærunni samstundis. Maðurinn sem konan kærði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn henni en hann var ákærður fyrir að hafa með ofbeldi, og hótunum um ofbeldi, þröngvað hana til samræðis. Þau höfðu átt í stormasömu ástarsambandi en hætt saman skömmu fyrir atburðinn. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann og konan hefðu ákveðið að hafa kynmök, en því neitaði konan. Héraðsdómur taldi framburð mannsins ótrúverðugan. Hann á að baki langan sakaferil en samanlögð óskilorðsbundin refsing hans nemur tæplega sjö árum. Hann hefur hlotið 13 refsidóma frá árinu 1985, þar af tæplega þriggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnabrot. Héraðsdómur taldi brot mannsins alvarlegt og þótti hann hafa sýnt einbeittan brotavilja. Allt þetta hafði áhrif til refsihækkunar. Taldi dómurinn hæfilega refsingu tveggja ára fangelsi. Manninum var einnig gert að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira