Joseph Ratzinger kjörinn páfi 19. apríl 2005 00:01 Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þýski kardínálinn Joseph Ratzinger hefur verið kjörinn páfi og hefur hann tekið sér nafnið Benedikt XVI. Ratzinger hefur verið einn af áhrifamestu kardínálum Vatíkansins og var af mörgum talinn líklegasti eftirmaður Jóhannesar Páls páfa annars. Hvítan reyk lagði upp úr páfareykháfnum á Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu skömmu fyrir klukkan fjögur. Nokkur óvissa ríkti þó með litinn á reyknum, hann var dökkur til að byrja með en varð svo hvítur. Staðfesting þess að nýr páfi hefði verið valinn kom ekki fyrr en farið var að hringja kirkjuklukkunum í Péturskirkjunni. Nú hringja reyndar allar kirkjuklukkur í Róm. Hundrað þúsund manns fylgdust með og fögnuðu á Péturstorginu og milljónir manna fylgdust með beinni útsendingu í sjónvarpi. Kardinálarnir þurftu aðeins fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur, það er ekki alveg ljóst hvort er, til að komast að niðurstöðu, sem er óvenju stutt. Þeir voru aðeins verið lokaðir inni í rúmar þrjátíu klukkustundir. Píus tólfti er sá eini sem hefur tekið styttri tíma að kjósa, en hann var kjörinn í þriðju atkvæðagreiðslu árið 1939. Það var chílenski kardinálinn Jorge Arturo Medina Estevez sem tilkynnti val páfa með orðunum: „Habemus Papam“, Við höfum páfa. Joseph Ratzinger er fæddur í Bæjaralandi árið 1927 og hefur starfað í Vatíkaninu frá árinu 1981. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Jóhannesar Páls páfa og hefur verið nokkuð umdeildur vegna íhaldssamra skoðana sinna, en hann hefur barist gegn nútímavæðingu kaþólsku kirkjunnar. Ratzinger er 265. páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar og sjötti Þjóðverjinnn til að gegna embætti páfa. Hvítur reykur liðast upp úr strompinum á Sixtínsku kapellunni.MYND/APNunnur fagna því þegar reykurinn liðast upp úr strompinum.MYND/APKirkjuklukkurnar í Péturskirkjunni hringja til merkis um að nýr páfi hafi verið kjörinn.MYND/APFæðingarstaður Josephs Ratzingers í Marktl í Bæjaralandi.MYND/AP
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira