Innlent

Reykjavíkurborg og Kjarval

Eftirlifandi kona listamannsins Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals og dótturdóttir hans stefndu í gær Reykjavíkurborg fyrir hönd dánarbús listamannsins. Guðrún Kjarval, eftirlifandi kona hans, og dótturdóttir fyrrverandi konu Kjarvals, Mette Still, segja borgina hafa nappað á sjötta þúsund listaverka auk muna og bóka úr dánarbúi listmálarans síðla árs 1968. Konurnar krefjast viðurkenningar á því auk þess að verða afhentir munirnir og greiddar 200 þúsund krónur í dagsektir verði það ekki gert fimmtán dögum eftir að dómur falli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×