Segir Nine Songs ekki klámmynd 15. apríl 2005 00:01 Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna. Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nakið og ódulið kynlíf er rauði þráðurinn í kvikmyndinni Nine Songs sem sýnd verður í kvöld á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Aðalleikari myndarinnar segir þetta engan veginn klámmynd heldur raunsæja mynd af sambandi karls og konu og býst hann við að íslenskir áhorfendur taki myndinni vel. Það er leikstjórinn Michael Winterbottom sem gerir myndina en meðal mynda hans er 24 Hour Party People. Nine Songs fjallar um samband Matts og Lisu frá því að þau kynnast og fylgst er með sambandi þeirra. Óhætt er að segja að kynlífssenur myndarinnar, sem eru margar, séu raunsæjar enda að miklu leyti raunverulegar. Reyndar svo raunverulegar að einhverjir myndu skilgreina myndina sem klámmynd. Kieran O'Brien, aðalleikari myndarinnar, segir að þeir sem haldi því fram hafi ekki séð myndina. Þetta sé ástarævintýri og fólkið í myndinni séu elskendur, en ástfangið fólk elskist ef lukkan sé með því. O'Brien segir að leikstjórinn hafi viljað kanna hið nána samband þessa fólks en klámi sé ætlað að æsa fólk upp kynferðislega, en það hafi ekki verið ætlunin með myndinni. Ef myndin æsi fólk sé það í lagi en þau hafi verið að gera mynd um innilega og líflega ástarsögu. Á milli ástarsena fer parið á tónleika með ýmsum þekktum hljómsveitum. O'Brien segir kynlífið vissulega nakið en þannig sé það í samböndum. Hann segist ekki hafa verið tregur að taka hlutverkið að sér en viðurkennir að mikilvægt hafi verið að kunna vel við mótleikarann. Hann segir að myndinni hafi verið vel tekið í Evrópu en heima í Bretlandi hafi viðtökur verið aðeins dræmari. Hún hefur þó hvergi verið bönnuð. Eitthvað hafi þó gengið á í Frakklandi og Ástralíu. Fólk hafi mótmælt ákvörðunum ýmissa matsnefnda en hvergi hafi hún verið bönnuð þótt það hafi verið rætt. O´Brien býst ekki við að íslenskir áhorfendur rjúki á dyr. Allir Íslendingar virðist vera frekar rólegir og eiga svipuð áhugamál. Ísland sé fallegur staður og hann telji að myndin gangi vel hérna.
Menning Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira